Ég veit ekki allveg hvernig ég á að segja þetta en ég verð að koma þessu frá mér.
Ég hef aldrei verið þekktur sem eitthvað kvennagull og er ekkert sérstaklega vinmargur. En ég kynntist stelpu í gegnum netið. Svo töluðum við saman í rúmlega ár eða eitthvað og ákváðum að hittast.
Ég hef alltaf verið feiminn og hálfþunglyndur vegna eiturlyfjaneyslu þannig þetta var hálferfitt fyrir mig.
Ég vissi þarna á tíma að stelpan var mjög hrifin af mér og eftir nokkur skipti sem ég hitti hana byrjuðum við að kyssast, án þess að nokkuð yrði úr því.

Ég klúðraði þessu, ég veit ekki allveg hvað ég gerði, en hún talar ekki við mig lengur og ég er eiginlega bara orðinn ástfanginn af henni.

Ég hef verið þunglyndur í rúmlega 3 ár og er bara byrjaður að hugsa um sjálfsmorð afþví ég sé mig ekki eignast konu, börn, vinnu eða neitt í framtíðinni.

Varð að koma þessu frá mér og býst að sjálfsögðu við skítköstum.

Bætt við 29. október 2008 - 22:22
Er ansi hræddur um að ég sé kominn í The friend zone og að það verði ekkert úr þessu hjá okkur, sé það allaveganna ekki gerast.