ég veit ekkert hvernig ég á að byrja þetta..

allavega, þegar ég er 15 ára þá kynnist ég stelpu sem hafði þau áhrif á mig að ég gat ekki gert neitt annað en að hugsa um hana, við vorum í stöðugu sambandi, og töluðum saman alla daga.. öll kvöld hjá mér fóru í að hanga á netinu að tala við hana.. svona gekk þetta í c.a. hálft ár þar sem hún bjó útá landi.

ég reyndar hitti hana nokkrum sinnum á þessu hálfa ári en ég fór heim til hennar fyrst í júní 2006 og ég hélt ég ætlaði að deyja! ég var að vona að flugvélin sem ég var í myndi hrapa í sjóinn því ég var við það að fá stresskast! nema hvað að ég kem heim til hennar og kynnist foreldrum hennar sem eru má segja 2 frábærustu manneskjur sem ég hef kynnst á æfi minni, auðvitað fyrir utan hana. þarna var ég yfir eina helgi en kom svo aftur hálfum mánuði seinna og var þá í 3 vikur hjá henni sem voru bara 3 bestu vikur æfi minnar!

svo kom veturinn og við fórum bæði í skóla á sitthvorum staðnum og það var ennþá fjarlægð sem var að plaga okkur e ég gerði eins og ég gat í að koma sem oftast að hitta hana og hún mig og þannig gekk það allann veturinn. sumarið eftir fór ég til hennar og bjó heima hjá henni allt sumarið og þá fórum við að plana að geta verið meira saman sem endar svo þannig að við förum að leigja íbúð í ónenfdum bæ úti á landi, hún fer í skólann og ég fer að vinna sem gengur nú ekkert of vel, fæ lágt launaða vinnu, þurfti að borga leigu og kaupa mat fyrir okkur en alltaf var það hún sem dreyf mig áfram og gerði það að verkum að ég gat vaknað á morgnan og farið í vinnuna og dagurinn var alltaf nokkuð fljótur að líða því ég var alltaf svo spenntur að komast heim til hennar.

svo liðu vikur og mánuðir og alltaf fór allt að verða verra og verra, ég átti ekki fyrir leigu, ekki fyrir mat og bíllinn sem ég átti þá bilaði, en ég gerði alltaf hvað ég gat til að henni liði vel. rétt fyrir áramót sé ég svo að þetta muni aldrei ganga svona framm á sumar og ég læt hana vita að ég verði að flytja í bæinn og fara að vinna þar til að geta borgað leiguna sem ég skulda, skyljanlega tók hún því illa að ég færi og mindi skilja hana eftir, og þetta var einnig mjög erfitt fyrir mig og þetta voru án efa erfiðustu 200 km sem ég hef keyrt þegar ég fór í bæinn í síðasta skipti.

svo leið tíminn og ég fór að sjá útúr þessari skuld og aftur fór ég að leggja mig fram við að koma til hennar eins oft og ég gat. svo einn daginn segir hún mér að hún sé að spá í að fara í skiptinám og ég sagði henni að mér litist bara vel á það að hún léti drauminn sinn rætast, en svo þegar ég fór virkilega að spá í þessu og áttaði mig á að hún væri þá bara farin í allavega 10 mánuði þá fannst mér eins og hjartað hefði verið rifið úr mér! ég átti erfitt með að sofa yfir þessu og mér leið bara virkilega illa vitandi að hún var að fara, en ég gat auðvitað ekki sagt henni neitt því þá hefði hún bara hætt við.


ég fer svo bara að hugsa dæmið öðruvísi, hún er bara að fara til norðurlandana þannig að það er ekkert major dæmi að fara í heimsókn og þá róast ég allur yfir þessu og mér fer að líða betur aftur. svo stuttu seinna þegar við erum saman þá fannst mér hún haga sér eitthvað skringilega og ég fer að spurja hana hvað sé að, og þá segir hún mér að henni líði ekki jafn vel með mér og henni leið fyrir hálfu ári og henni fynnist að við ættum að hætta að vera saman og vera bara vinir, ég hélt ég væri að fara að deyja þegar hún sagði þetta við mig. Ég reyndi að halda sönsum og taka þessu bara nokkuð vel sem gekk ágætlega og helgin leið bara og hún fór aftur heim.

næstu vikur voru svo erfiðar að mér langaði helst að enda líf mitt, ég hugsaði um það oft á dag.. ég gat ekki unnið, ég gat ekki átt samskipti við vini mína, ég einangraði mig frá öllu í fleyri daga. ég hugsaði stanslaust um hana. viku eftir að við hættum saman hringdi hún í mig og ég gat ekki talað í síman, ég svaraði bara og heyrði röddina hennar og brotnaði niður, gat ekki staðið í fæturnar eða bara gert neitt. svo fór ég aðeins að ná mér eftir þetta og varð aftur social, fór að hitta vini mína, hitti hana stöku sinnum en alltaf var jafn erfitt að sjá hana eða bara heyra í henni.

svo er hún núna farin út og er búin að vera úti í þónokkurn tíma, ég farinn að reyna að kynnast öðrum stelpum, sem gengur ekkert allt of vel því hún er það eina sem ég get hugsað um! allann daginn og í öllum draumum og bara alltaf! hún er byrjuð með öðrum strák núna sem gerir þetta ekkert betra, hún bara er í öllum mínum hugsunum! það minnir mig allt á hana!


ég veit ekki afhverju ég er að segja þetta hérna inni og ég er ekki að byðja um ráð eða neitt.. ég bara byrjaði að skrifa án þess að hugsa um hvernig ég ætti að ljúka þessu.

þetta er illa skrifað og what ever, en það eru punktar og kommur og þessu er skipt niður þannig að það sé auðveldara að lesa þetta…

núna vona ég bara að hún sjái þetta helst ekki.. :$

Bætt við 25. október 2008 - 03:04
hún fór ekki í skiptinám til að láta mér líða illa, bara til að taka það fram!.. hún hafði sagt mér frá því oft áður hvað hana langaði að fara að læra í útlöndum..