Ég er ekki nógu góður í íslenskri orðafræði en pælingin er á ensku.

Hér eru dæmi um Love annarsvegar og Happiness hinsvegar í tveimur myndum.

Love þegar talað er um tvo einstaklinga sem þrá hvortannað kynferðislega. (þó kynhvatir komi ekki alltaf við sögu). Love is blind. Þetta er satt þegar talað um svona “óvarandi” ást.
“I don't love you anymore” (algeng setning) - nota ég máli mínu til stuðnings.

Svo er til Love, það er ekki allir sem þekkja þessa tegund orðins. Þetta er þegar maður elskar. Maður elskar gjörvalt, lífið, menn, dýr, nattúruna og svo framvegis. Enginn er í uppáhaldi þó maður þekki þá. “Nothing is as clearsighted as love” þessi ást sér allt í ófordómafullu ljósi. (góðir sem slæmir fordómar “siggi er skemmtilegur” eru fordómar þar hugmynd þín um sigga er skemmtileg - förum ekki nánar út í það hér)


Svo tölum við um Happiness, þegar við fáum það sem við viljum, þegar við erum ánægð með það sem við höfum og aðstöðuna sem við erum í. “A new car? Oh I'm so happy!” “He loves me! I'm so happy!”

Síðan er Happiness, maður er hamingjusamur. Maður er úti að labba, rosalega hamingjusamur, maður stígur í poll og ekkert byltir því við. Maður fær símtal um að foreldrar manns hafi dáið í bílslysi, maður syrgir þau, en hamingjan deyr ekki.

Munurinn á þessum tveim tegundum er að fyrrnefndu orðin hafa að gera með það að fólk fær eitthvað “kick”. En eins og allir vita þá “What goes up, must come down” og fólk fær leið á nýja bílnum, hættir að elska kærustuna, missir vinnuna eða hvað það nú er.

Seinni orðin hafa að gera með einskonar hugarástand eða sálarástand. Það kemur utanályggjandi atburðum ekki við.

Eina sem ég vildi með þessum korki var að vekja athygli á þessari “pælingu” og taki það hver til sín sem hann vill.

Engin svör takk :D

Friður.