ég var að byrja hitta einn strák sem ég kynntist í einum tíma í skólanum. Það byrjaði voða eðlilega eitthvað, svona smá hössl og svona dóterý. Svo fórum við að hittast utan skóla og hösslið varð aðeins meira, en samt gerðist aldrei neitt.. fattiði hann kyssti mig aldrei eða neitt.

ég var (og er) samt alltaf að bíða eftir því, og gefa honum geðveik hint og allt, og hann kemur oft svoo nálagt mér og horfir í augun á mér eins og hann sé að fara gera það, en svo kyssir hann mig á kinnina…

Ég ákvað þá einusnni að bara go for it sjálf… en þá sneri hann sér bara við, og sagði bara sry hann vildi meiri tíma :O ég var ekkert smá skömmustuleg hehe..

ég er búin að spurja hann, hann segir bara að hann þurfi tíma og vilji ekki gera mistök þurfi að vera 100% viss og eitthvað, en mér finnst þetta samt svolítið spes, þar sem hann knúsar mig, kyssir mig á kinnina, er alltaf að strjúka hárið mitt og halda í hendurnar á mér, sem mér persónulega finnst stærra skref en smá dirty kossar hér og þar… :D

Hann vill alltaf hitta mig og tala við mig, þannig allt lítur út eins og hann sé heitur fyrir mér, og já ég er virkilega að fíla hann, er bara ekkert smá rugluð útaf þessum skrítnu skilaboðum :O

Tveir vinir mínir hafa gefið það í skyn að hann sé kannski feluhommi… en mér finnst þetta allt full langt gengið til að hann gæti verið hommi.. svo bara finnst mér hann ekkert vera hommi :D:D

vinkonur mínar halda að þetta sé útaf því hann kemur úr öðru umhverfi, hann er ekki alinn upp hér á landi og hann segir sjálfur að fólkið hérna sé alltaf að flýta sér svo mikið í svona málum.. kannski fer hann bara öðruvísi að en strákarnir sem eru aldnir upp hérna..

en samt er þetta svo… mikið einhvað …

Ég veit engin ykkar veit hvað hann er að hugsa… en ég er svo hrædd um að hann segi mér ekki alla söguna þegar ég spyr hann, svo hvað -haldið- þið að hann sé að hugsa :)
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C