Hvernig snýr maður sér í þannig máli, að maður er að deita strák og hann er ótrúlega nice og æðislegur í alla staði en það vantar eitthvað? Það virðist rangt að gefa honum ekki tækifæri því hann er bara ótrúlega góður og sýnir manni mikla virðingu en svo vantar þetta… svona reynsluleysi við stelpur. Ég veit ekki hvernig mér líður í sambandi við þetta vegna þess að mér líkar mjög vel við hann og finnst allt æðislegt við hann en það er eitthvað. Ég veit ekki hvort málið sé hvort að ég sé ekki hrifin af honum, er ekki tilbúin fyrir deit og sambönd eða ég er bara óþolinmóð vegna þess að hann er svo reynslulaus í þessu…

Og plís, ekki halda því fram að ég vilji bara bad boys, því það er ekki þannig.