Núna kæru hugarar vantar mig smá aðstoð.

Ég er 16 ára gamall og er því nýbyrjaður í framhaldsskóla. En núna síðustu daga í skólanum hef ég séð stelpu sem er jafngömul og ég og er ég alveg sjúklega hrifinn af henni. En við eigum okkur vissa fortíð þar sem að í 7-8unda bekk í grunskóla kynntumst við og töluðum mikið saman og allt það en síðan einn daginn þá segir hún við mig að hún sé ekkert hrifin af mér lengur og það fór allveg með mig, en eftir það töluðumst við ekkert saman og hittumst aldrei né neitt. En núna þegar ég er farinn að sjá hana næstum daglega í skólanum þá fóru gamlar tilfinningar að vakna, en ég veit samt ekkert hvort ég eigi að fara að tala við hana eða hvað ég eigi að gera þar sem ég veit ekkert hvort hún man eitthvað eftir mér eða hvað.

Þannig að það sem ég bið ykkur hugarar er að koma með ráð um hvað ég eigi að gera. Á ég að tala við hana? Eða hvað ætti ég að gera?