ég er ógeðslegur fáviti… ég hata sjálfann mig fyrir það.
ég kynntist frábærri stelpu og við byrjuðum saman og vorum geðveikt hamingjusöm, svo hamingjusöm að það virtist sem við yrðum alltaf saman og ég held að það hafi hrætt mig,
ég hélt áfram að reyna við aðrar stelpur á msn og myspace og svona ekki spyrja mig afhverju, bara til að halda í gamla líf mitt eða eikkað fokking kjaftæði ég veit ekki, en svo þegar það rann upp fyrir mér að ég mun alltaf elska þessa stelpu og ég vill vera með henni alltaf, þá komst hún að þessu.
og núna hætti hún með mér… ég var svo reiðubúinn að breytast og laga mig fyrir hana en nú er það of seint og ég er búinn að missa hana… eða hvað ? einhver ráð ? ekki kalla mig ógeð samt… mér líður nógu illa…