Ok, ég og kærastinn erum búin að vera saman í 10 mánuði eftir nokkra daga.

Þar af í kringum 3-4 mánuði í fjarsambandi.

Þetta er að gera mig brjálaða og ég er ekkert smá glöð klukkan 10 á kvöldin og fatta að nú þarf ég að fara að sofa og en einn dagurinn er liðinn….

Ég er búin að gjörsamlega tapa mér í vinnunni, tek margar aukavaktir, vinn í kringum 9-14 tíma á dag.
En samt finnst mér ég hafa alltof lítið að gera.
Ég er með vinum, fer í partý, horfi á sjónvarpið, fer í tölvuna, tek til, fer í göngutúra…. samt einhvernvegin næ ég alltaf að hugsa um hann 24/7.

Hann er að fara í háskóla, ég er að halda áfram í menntó. Hann getur ekki flutt til mín og ég ekki til hans vegna skóla.

Jú, aðeins ef ég fer til hans og verð í fjarnámi en þá verða foreldrarnir brjál og ég er ennþá svo ung og treysti mikið á þau gömlu. Þá get ég heldur ekki unnið fyrir peningum sem ég mun svo þarfnast til að komast inn í háskóla. Ég vil fara í háskóla.

Ég er að hugsa daginn út og inn hvað ég get gert.
Eina niðurstaðan sem ég fæ er : “ Ég verð að bíða ” .

En ég vil ekki bíða. *setur upp frekjusvip*

Urgh, vildi bara tjá mig. Er með of margar hugsanir í hausnum núna.
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33