Þetta er lag úr söngleik sem var sýndur í Borgarleikhúsinu fyrir löngu síðan og hét Á köldum klaka. Væmið en mjög fallegt :p

Hjartans mál

Hjartað mitt það hreyfist öðruvísi
ég held ég andi örar en í gær
sem vonarinnar lampi veginn lýsi
veröldin er aftur orðin kær

Ég held að ég sé hættur við að deyja
því hrópi mínu svarar göfug sál
við þjóhnappinn á yður mun ég þreyja
þar mun standa beinn þótt braut sé hál

ástin mín, ég efast ekki lengur
okkar hjörtu bindur einhver strengur

hjartans harði rembihnútur
hrekkur sundur við þinn koss
skapið vænt sem skýluklútur
skjaldmey prúð og lífsins hnoss

hjartans harði rembihnútur
hrekkur sundur við þinn koss
skapið vænt sem skýluklútur
skjaldmey prúð og lífsins hnoss

ástin mín, ég efast ekki lengur
okkar hjörtu bindur einhver strengur.


Jájá, gerið grín að mér 8)
nei