Sko, ég var að ræða málin við konur um daginn sem eru töluvert eldri en ég um sambönd og svoleiðis. Það sem brann helst á hjá mér að mér finnst kallinn minn vera svo órómantískur og mér finnst hann aldrei leggja neitt á sig fyrir mig, ég sé um allt svona surprize dót og að krydda kynlífið. Feedback-ið sem ég fékk frá þeim var að þær væru bara búnar að sætta sig við kallana sína eins og þeir eru.

Mín spurning er þá, á ég þá bara að sætta mig við það að ég verði alltaf fyrri til að gera eitthvað rómantískt saman eða krydda kynlífið os.frv? Mér finnst ég nefnilega leggja mig mikið fram í að vera skemmtileg og uppitækjasöm kærasta en hann geirir það ekkert. Stundum langar mig að ég sé trítuð svona líka. Að hann taki upp á því að gera eitthvað fallegt fyrir mig, þó það væri nú ekki nema bara gefa mér blóm. Er ég kannski bara svona kröfuhörð, því nú er allt annað í sambandinu bara mjög gott í alla staði. Eru það of miklar kröfur að vilja fá allann pakkann?

Svo er annað, að þegar ég er að tala um svona mál þá finnst honum að ég sé alltaf að gagnrýna hann. En ég er bara að segja hvernig mér lýður og hvað ég er að hugsa. Gæti verið að ég sé að koma þessu eitthvað illa frá mér? Hver er besta leiðin til að tala um svona mál án þess að virka særandi? Get svosem alveg viðurkennt það hér og nú að ég ræð enganveginn við tilfiningar mínar og ekki grátkyrtlana heldur. Þannig að oft þegar þetta kemur upp þá er ég grátandi og alveg bara í mínus, kannski er ég að segja eitthvað í einhverjum tilfiningahita. Ég samt er ekkert að öskra eða rífast og skammast, ég bara held að ég sé ekki að gera þetta alveg nógu vel því yfirleitt endar þetta þannig að ég særi hann einhvernveginn og hann nennir ekki að ræða þetta lengur.

Hjálp einhver?