Sæl.
Það sem ég tel að best sé fyrir þig að gera er að ræða málin við hann þegar allt er í lagi, ekki þegar tilfinningarnar eru komnar á fullu vegna þess að þú ert leið yfir því að hann sé ekki nægilega fullnægjandi á þennan máta.
Þá skaltu segja við hann að það er dálítið sem þú viljir fá að setjast niður og ræða við hann.
Þegar að því er komið skaltu tala um þig, ekki hann. Segðu honum hvernig þér líður varðandi rómantík, af hverju þetta skiptir þig máli, hver tilfinning þín fyrir þessu er og af hverju þetta skiptir þig máli. Þegar því er lokið, spurðu hann þá hvar hann standi varðandi þetta, hverjar tilfinningar hans í garð rómantík eru, hverjar ástæður hans eru fyrir hans afstöðu og svo framvegis.
Þessi aðferð leyfir þér ekki einungis betur að skilja kærasta þinn, heldur leyfir þetta honum að skilja sjálfan sig betur - og þar af leiðandi mögulega opnar hann fyrir því að hann sjái galla á hegðun sinni.
Þegar þú ert búinn að ræða um allt sem hefur með þetta að gera, þið eruð “komin í gírinn” og búin að ræða á rólegu nótunum saman og velta hinum ýmsu hlutum er varða þetta, er sá munur sem er á viðhorfum ykkar varðandi þetta kominn í ljós (eða er á leiðinni að koma í ljós; ekki hætta að ræða þetta fyrr en viðhorf ykkar beggja og ástæður að baki þeim liggja fyrir).
Þegar viðhorf ykkar og ástæður fyrir þeim eru orðnar ykkur báðum skiljanlegar er loks kominn möguleiki að ræða hvaða áhrif þessi viðhorf og meðfylgjandi atferli hefur á tilfinningar ykkar beggja, hvar viðhorfin stangast það mikið á að upp komi vanlíðan og mögulega rifrildi.
Það sem þarf að gera er þar er komið er að finna milliveg, sem ætti að vera mun einfaldara en þið hafið áður reynt vegna þess að nú ættu þið virkilega að skilja afstöðu beggja til rómantíkur og þeirri hegðun sem henni fylgir af ykkar hálfu.
Millivegurinn er skylda. Að virða tilfinningar maka síns í samband er eitthvað sem verður að gerast ef samband skal vel ganga. Ef hann eða þú eruð ekki tilbúin að virða tilfinningar hvors annars eru þið í vanda sem er mun alvarlegri en ykkar persónulega viðhorf til rómantíkur - og ber að leysa (ef áhuginn liggur örugglega fyrir hjá báðum ykkar) með sjálfum ykkur; með sálfræðingi/félagsráðgjafa o.s.frv. Ef sá vandi leysist ekki er engin ástæða fyrir ykkur að halda áfram sem par.
Fáðu hann til að lesa þetta, eða finndu leið til þess að ræða um þetta við hann. Ef það seinna virkar illa gæti það fyrra virkað betur.
Gangi ykkur vel.
Takk fyrir þetta svar :) Við ræddum málin og svona og hann sagðist ekki gera mikið svona af því að honum dettur aldrei neitt í hug, sem ég á svolítið erfitt með að skilja því það er hellingur hægt að gera, en allavega þá ætlaði hann að reyna :)
Ég spurði hann hvað honum fyndist um mig og svona, hvort ég ætti að breyta einhverju og hann sagði bara “nei, þú ert að standa þig mjög vel, það er svo gaman að koma heim og þá er allt í kertaljósum og svona” Þá sagði ég við hann að mér fyndist nú líka gaman ef ég kæmi heim og eitthvað svoleiðis tæki á móti mér. Þá held ég að hann hafi fattað þetta :P
Við allavega ræddum þetta bara á góðu nótunum og held að við bæði séum að skilja hvort annað betur. Hann sagðist ætla að reyna betur og svona en ég er samt ekki að búast við neinu, ef hann vill gera eitthvað þá gerir hann það bara.
0
Gott að samtalið endaði í góðum farveg.
En já, mundu þó sem ég sagði í fyrra svari mínu: millivegurinn er eini vegurinn. Ef tilfinningar eru að hrjá þig á honum að finnast að hann vilji hjálpa til að laga þær tilfinningar. Báðir einstaklingar í sambandi verða að hafa þroska til að skilja það að það er ekkert svart og hvítt í samböndum, bara grátt.
Gangi ykkur vel.
0