Það er soldið sem ég verð að koma frá mér.

Ég byrjaði að deita stelpu fyrir svona 1 og hálfum mánuði. Við vorum búin að vera að dúlla okkur í rúman mánuð þegar við ákváðum að hefja samband. Mér leið æðislega með henni, alveg frábær stelpa.

Við vorum altaf 5 manns saman, Ég, Besti vinur minn sem ég er að leigja með, vinkona stelpunnar og kærasi hennar. Ég tók eftir því að altaf þegar við vorum öll saman þá sýndi kærastan mín vini mínum meiri áhuga en mér. Ég talaði um þetta við hana og hún sagði að hún væri af því útaf hvað hann var altaf “útundan” þegar við vorum öll saman, þarsem við vorum 2 pör og hann. (en þá huksaði hún ekkert útí hvað ég yrði útundan ^^). Eftir svona 2 vikna samband þá var ég farinn að hafa efasemdir um hvort sambandið myndi ganga, þarsem hún sýndi mér lítinn áhuga, þrátt fyrir hvað ég sýndi henni allan minn áhuga. Það endaði með því að ég talaði við hana og sagði henni upp. Hún sagðist bara ekki vera tilbúin í samband, allt í lagi með það.

Ég sagði henni upp á föstudagskvöldinu, og við vorum á útihátíð (vorum ekki að ferðast saman, búum bæði á staðnum þarsem hátíðin er haldin), mig langaði ekki að þurfa að huksa um hana allt kvöldið, þarsem ég var (og er) ekki kominn yfir hana. Þannig að ég byrjaði að dansa við aðra stelpu sama kvöld, kyssti hana og ekkert meira.
Muniði eftir besta vini mínum? Well, mér var sagt daginn eftir að einhver hafi séð hann og mína fyrrverandi sem ég sagði upp daginn áður vera að haldast í hendur. Ég hringdi brjálaður í hann og var að spyrja hvað hann var að spá. Hann sagði að ég væri paranoid og barnalegur osfr. og að ég væri að missilja. Ég skellti á hann, og fór heim.

Ég gat ekki skemmt mér eftir þetta, gat ekki hætt að huksa um að vinur minn væri mögulega að gera eitthvað með stelpunni sem ég sagði upp fyrir 2 dögum.

Ég hafði næst samband við hann bara áðan, og hann sagði mér að rétt eftir að ég hringdi brjálaður í hann þá fór hann heim með henni. Hvernig er þetta hægt? Við búum saman, erum æskuvinir, elskuðum hvorn annan, og hann stingur mig svona í bakið?.

Allavega, ég sagði við hann að ég ætla að flytja út, ég get ekki fyrirgefið honum.

Afhverju er ég að skrifa þetta? Þarf ég huggun? Já. Nákvæmelega það.

Takk fyrir að lesa kæru hugarar.

Bætt við 7. ágúst 2008 - 14:46
Smá update..

Ég var að tala við hann áðan, og ég spurði hann hvort það sé engin löngun hjá honum að laga þetta vesen. “Ef að laga hlutina er að missa 3 vini í stað eins þá..nei”

ÞEssir 3 vinir hans eru þá semsagt hún og 2 vinir hennar…sem hann er búinn að þekkja í 2 mánuði. Og við erum búnir að vera bestu vinir síðan í grunnskóla. Sorry hvað ég er bitur, en ég er geðveikt emo eitthvað núna. Takk fyrir.