Ég er með örlítið frumsamið ljóð sem ég vildi deila með ykkur. Þar sem ég vill ekki gerast svo frakkur að kalla þetta “gullkorn” vil ég frekar setja þetta hingað þar sem ég tel þetta ekki eiga betur heima annarsstaðar.
————————————————————————————————

Vera

~

Litla von í laumi ég,
leyfði mér að vona,
að barni fætt til heimsins ber,
sem blíð og falleg kona.

Lítil sál sem lifði hér,
ljúf í maga mínum,
sótti í að smjúga út,
úr verndarvængi sínum.

Verndarvængur vildi ei,
af Veru litlu láta.
Látin er mín ljúfa mey,
mín sorg er lítil gáta.

Hjarta mitt með holur nú,
sem hún mun aldrei fylla.
Hvar á himni hvílir þú,
þar sem englar fæti tilla?

Ljúfa litla ástin mín,
líttu til mín hnáta.
Brátt í himnaborg þig ber,
og í barmi mínum máta.

~