Hvernig er draumabrúðkaupið ykkar?

Mitt er með eitthverjum æðislegum strák (eða manni) sem elskar mig rosalega mikið og ég er yfir mig ástfangin af, og helst bara við tvö (kannski eitthverjir nánir vinir og fjölskylda) og prestur í eitthverju heitu landi, á eitthverri fallegri og hlýrri strönd við sólarlag. Síðan þarf ekki að vera nein veisla eða neitt eftir á. Helst ekki. Kannski getur veislan bara verið nokkrum dögum seinna eða eitthvað.

Ég veit að þetta er frekar langt skot, en svona myndi ég vilja hafa þetta :)

Ég er ekkert að fara að gifta mig, eða með eitthverjum sem mig langar að giftast, ég var bara að láta mig dreyma.

Hvernig myndir þú vilja hafa draumabrúðkaupið þitt??


Bætt við 27. júlí 2008 - 15:58
Oooog já, ég gleymdi einu mjög mikilvægu; ég vil helst vera berfætt í athöfninni.
Lastu Þetta?..