Sælir hugarar.

Jæja, núna kem ég til ykkar í von um aðstoð. Eins og allavega sum ykkar hafa tekið eftir sem stundið /romantik þá er ég nýbyrjaður með “spurt og svarað” dálkinn hérna á áhugamálinu. Ég gat að vísu bara svarað einni fyrirspurn og þurfti svo að fara erlendis í viku. En núna eru komin þrjú tvö ný vandamál frá notendum sem ég hef gert mitt besta að leysa eftir bestu getu.

En það sem mig vantar frá ykkur er svar við þessum spurningum:

1. Finnst ykkur þetta sniðug hugmynd?
2. Haldið þið að hún gæti mögulega gagnast ykkur?
3. Er ég að framkvæma þetta á klossaðari hátt en ég gæti verið að gera? Einhverjar tillögur?
4. Haldið þið að þetta geti hjálpað mörgum?
5. Er ekki betra að gera þetta svona og leyfa sem flestum njóta þess frekar en að ég reyni að koma inn einni og einni einka-aðstoð í gegnum skilaboð þegar ég hef tíma til?
6. Finnst ykkur þetta nokkuð taka of mikið pláss hérna á Huga? (Ég er búinn að gera þetta eins mögulega lítið eins og ég kemst upp með held ég án efa).

Að gera slíkt og þvílíkt tekur vinnu og tíma. Mig vantar að heyra frá ykkur hvort þið séuð ánægð með þetta framtak hjá mér; hvort þið teljið að það geti gagnast ykkur eða öðrum við hin ýmsu vandamál kynjanna.

Þið megið einnig auðvitað mynda til samræðna innan svaranna í “spurt og svarað” - bæði með gagnrýni, hrósi, rökræðum um hvað betur mætti fara (bæði hjá mér sem og spyrjandanum) í formi jákvæðrar gagnrýni o.s.frv.

Endilega látið mig vita hvort ykkur finnst aðstoð mín í þessu formi þess virði. Gott fyrir mig að fá staðfestingu svona af og til svo ég viti að ég sé ekki að “spila fyrir dauðum eyrum” :)

Takk kærlega.