hér er ég með mína skoðun á feimni , og svona … þetta á líka við stelpur en meira stráka



mér persónulega finnst feimni krúttleg í hófi og er sjálfur stundum feiminn eins og við flest öll , en ég skil stundum ekki fólk sem er óendanlega feimið eins og vin minn .
hann þorir ekki að hefja samtal við stelpur sem hann er hrifinn af því hann er hræddur um að gera sig að fífli (sem er í mörgum tilfellum skiljanlegt) en það að þora ekki að tala bara almennilega við stelpu skil ég ekki .

mjög margir eru feimnir að bjóða stelpu út á deit eða eithvað þannig líkt því þeir eru hræddir við höfnun .
höfnun er það versta sem gæti gerst og það voru þá mistök að spurrja , en það eru meiri mistök að spurrja ekki og aldrei vita og hreinlega deyja úr forvitni því ef hún hafnar þér þá er auðveldara að halda áfram í lífinu en ef þú spyrð ekki þá áttu erfitt með að gleyma þessari stelpu og stundum gæti það eyðilagt hluti fyrir þér í framtíðinni . þannig maður á a gera mistök í lífinu , það er til þess gert .

en segjum sem svo að hún hafni þér ekki , nú þá ert þú bara kominn í gott mál :D



ég tók bara dæmi þar sem að strákar spurrja stelpur því ég á erfitt með að segja frá stelpu hliðinni þar sem ég er strákur , þetta á alls ekki við alla en marga að mínu mati

þessi rök hjálpuðu mér mjög mikið og ég ákvað að taka áhættu á mistökum en útkom engin mistök :) og ánægðari með minni heitt elskuðu get ég ekki verið

en ATHUGIÐ ! þetta er bara mín skoðun á málinu og skítköst eru ekki þeginn

-Árni