Mér barst annað bréf í pósti þar sem ég var beðinn um að senda það inn nafnlaust. Endilega svarið eftir bestu getu.

Hér er bréfið:


Kæru hugarar,

Það væri mér mikils virði að fá smá álit hjá ykkur, þar sem ég er í geðveikum vanda. Vantar hlutlaus komment á þetta vandamál mitt…

Okei, þannig er staðan að ég er í sambandi með alveg frábærum strák, við erum búin að vera saman í sirka þrjá mánuði og allt í lagi með það. Málið er bara að ég veit ekki hvort ég er beint hrifin af honum, hann er rosalega fallegur og virkilega vel vaxinn, geðveikt skemmtilegur og fyndinn, hefur mergjaðan stíl og allt sem ég vil…. en ég finn ekki neistann (finn voða lítið þegar við kyssumst og þannig…)….. Ég veit að hann er alveg rosalega hrifinn af mér, hann lætur mig alveg vita af því sko…. Ég held ég sé bara komin með smá nóg af honum, hann er svo rooosalega mikill karakter…kannski of mikill…

En málið er að ég er búin að vera semí-hrifin í freeekar langan tíma (lengur en ég er búin að vera með kæró) af einum gaur sem er að vinna á sama stað og ég….og núna blossar það skyndilega upp, ég er alveg bálskotin. Og svo bætir það þetta ekki að ég fæ alveg svona skrítna tilfinningu í hjartað þegar ég tala við hann, hendurnar fara að skjálfa og fiðrildi í magann, auk þess að eiga erfitt með að anda..(það hefur by the way aldrei gerst þegar ég er með kærastanum mínum) Vinir mínir segja mér að ég eigi bara að hætta að hugsa um þennan strák og halda mig við núverandi kærasta minn, við séum svo góð saman og blah blah…Það er bara rooooosalega erfitt!!!

Ég bara veit ekki..þetta er svo flókið. Mér líður alveg hörmulega yfir þessu, þetta er að éta mig gjörsamlega upp. Ef einhver hefur lent í þessu sama, endilega gefa mér ráð! Ég veit ekkert hvað ég á að gera eða hvernig ég á að hegða mér…
Djöfulsins unglingaástir.

Takk fyrirfram =)
Gaui