Þannig er mál með vexti að vinkona mín var í sambandi með strák (köllum hann Helga) í 3 mánuði held ég. Hún hætti fyrir svona 3 vikum með honum af því að hann var svo lokaður og það var svo erfitt að tala við hann.

Hún hitti annan strák (köllum hann Jónas) og fór eitthvað að pæla í honum og þau hafa verið að hittast. Ég veit ekki hvort hún þekkti hann fyrir eða ekki.

Ég, vinkona mín og Helgi vinnum saman. Seinustu vikur þá hefur hann hunsað hana og verið frekar leiðinlegur við hana. Síðan allt í einu í seinustu viku þá fór hann að tala við hana og vera nice. Í gær þá voru þau voðalega límd saman í vinnunni og hún fór heim með honum eftir vinnu. En það gerðist samt ekkert.

Núna í kvöld þá er hún að fara að hitta Jónas og fara eitthvað út.

Núna í daga þá var hún alltaf að spurja mig hvað hún ætti að gera. Hún er ennþá svolítið hrifin af Helga en þar sem hún hefur verið að hitta Jónas þá veit hún ekki hvort hún eigi að sjá til hvernig gengur með Jónasi eða byrja aftur með Helga.

Kæru hugarar því spyr ég ykkur fyrir hönd hennar hvað þið mynduð gera ef þið væruð í þessum sporum eða hvað hún eigi að gera.

Engin skítköst takk fyrir.
Kv. Amerya