Ok, spurning(ar).

Segjum að einhverjum sem ykkur þykur rosalega vænt um (elskar) fær best tækifæri lífs síns. Frábært tækifæri og gæti átt von á góðu ef allt gengur upp.

En þið eru svo, oh, ég veit ekki, svona, hálfgerð öfundsjúk en samt ekki, erfitt að útskýra!
Ekki útaf laununum, eða svoleiðis.
Bara það að hann fékk þetta tækifæri og þið voruð hrædd hvað myndi gerast?

Ok, semsagt, kærastinn minn fékk núna tilboð frá ákveðnu íþróttarliði í öðru landi (frekar góðu liði) að koma og spila með sér. Hann er ekki viss þar sem þetta er aðeins “try out” og hann er bara nýbyrjaður að spila eftir langa (veikinda)pásu. Og ef þetta gengur ekki þá er hann búin að missa af einu ári í háskólanum.

Ég var eitthvað svo, ég veit ekki, bleh… að ég bannaði honum að fara og varð rosalega sár. Ekki einu sinni spyrja mig afhverju. Sagði bara það að ef hann færi þá kæmi ég sko ekkert með honum og eitthvað svoleiðis, að hann yrði bara að fara í haskóla til þess að vera með mér. Það er nefnilega svo fáar líkur að þetta svona “í alvörunni” gerist. Hann er einn af nokkrum sem fá sama tækifærið, en aðeins 1-2 fá í alvörunni samning með liðinu. En þetta gæti tekið yfir ár þótt hann myndi ekki fá samning.

Hann hætti þá við og sagðist ekki ætla að fara útaf mér… Svo fattaði ég hvað þetta var eigingjarnt og heimskulegt af mér. Svo ég sagði honum bara að fara og ef þetta gengur ekki þá getur hann farið í háskóla hálfu ári/ári seinna. Og ég sagðist auðvitað að ég myndi koma með. (Þá eftir að ég klára skólann). Hann neitaði að fara en eftir smá tal þá varð hann viss um að við yrðum ennþá saman þótt hann færi.

Hann varð strax kátari. En mér líður samt svo illa. Veit ekki hvað er að. Við erum þegar í “long distance” sambandi, svo ekki er það fjarlægðin sem lætur mig líða svona. (Ef eitthvað þá væri hann að koma í land nálægra Íslandi).

Afhverju ekki reyna?

En samt, oh, ég er svo… urgh.
Mér einfaldlega líður illa. Hef enga ástæðu til þess. Kannski er það bara að mér finnst hann vera að lifa lífinu til fulls því hann elskar þessa íþrótt og meðan er ég bara heima að vinna fyrir skítalaunum og í skóla.

Málið er að við erum frekar ástfangin og hann er tilbúin að fórna öllu fyrir mig. Meðan að hann styður mig í öllu er ég alveg að farast yfir því besta sem hefur gerst fyrir hann. (Fyrir utan mig, hehehehe) OG, það fáránlega er líka það, að ég er ef til vill að fara til flytja til annars lands í óákveðin tíma vegna vinnu eins foreldra. Ég fékk svo mikin stuðning frá honum og nefndi allt það góða sem gæti gerst og hann gæti þá heimsótt oftar og ég hann og allt af því góða.
Meðan ég rakkaði hann niður í símanum og sagði hversu ótraust þetta var og það myndi eyðileggja framtíðina hans. Ég var bara vond, það er eina orðið yfir þetta.
Enda fattaði ég það sjálf og sagði honum að “kýla á þetta” og ég hafði bara verið hrædd að hann færi frá mér…

Öfundsýki, eða annað?
Það er spurning.
Hjálp?
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33