Sæl öll sömul.

Jæja - loks er maður að leggja lokahönd á BA gráðu sína í sálfræði hér við HA eins og mörg ykkar vita að ég hef verið að vinna að síðustu þrjú árin. Í tilefni þess langar mig að bæta við grein í greinardálkinn minn sem hefur staðið óhreyfður í allt of langan tíma.

Ég taldi mig vera kominn með umfangsefni. Ég ætlaði að skrifa um “bad boy” fyrirbærið út frá fræðilegum grundvelli, byggða á persónulegri og talsvert ítarlegri tilgátu um efnið - en þegar ég loks settist niður til að skrifa hana og var búinn að vera að í c.a. klukkutíma, áttaði ég mig á því að hér væri um efni að ræða sem kæmist ekki fyrir í minna en 300 bls. bók og myndi taka vinnu á við BA ritgerð í uppsetningu og skipulagninu.

Ef einhver hefur brennandi áhuga á þessari tilgátu minni get ég útskýrt hana fyrir honum/þeim í gegnum einhversskonar gagnvirkan miðil sem á sér stað í rauntíma. Að skrifa grein um það get ég ekki.

Þess vegna bið ég ykkur kæru rómantíkusar og hugarar með meiru, að hjálpa mér að finna verðugt og athyglisvert viðfangsefni til þess að bæta í greinardálkinn minn.

Takið mið af stöðunni í dag. Sem dæmi, þegar ég skrifaði um “sambönd og klám” - var það viðfangsefni sem var (og er) einstaklega heitt - og mikil þörf á einhversskonar umfjöllun var til staðar.

Í ykkar mati - er eitthvað sem virkilega þarfnast umfjöllunar við í dag? Er eitthvað í gangi sem þið þurfið svör við - eitthvað sem ég er ekki búinn að fjalla um í dálki mínum nú þegar?

Endilega hjálpið mér. Komið með nokkur góð viðfangsefni sem ég get svo valið úr.

Verið frjó - ekki “slow” :)