Jæja, ég kynntist semsagt ógeðslega fallegri stelpu fyrir einhverjum 8-9 mánuðum síðan og birjuðum saman nokkvuð fljótt. Mér fannst hún vera frábær og að sambandið væri alveg að ganga upp. Svo eftir 2 mánuði átti hún afmæli og ég var voða ánægður fyrir hennar hönd, en hún var ekki það ánægð og ætlaði víst að hætta með mér, hún hafði ekki kjark til þess að gera það í persónu og gerði það daginn eftir á msn(bummer). Málið er að ég hef ekki verið hrifinn af neinni annari stelpu eftir það og ég hef verið yfir mig hrifinn síðan hún hætti með mér, það hafa komið stundir sem ég ligg andvaka um nætur og get ekki hætt að hugsa um hana. Og þetta hefur gengið núna í 6 mánuði. Ég hef sagt henni að ég sé ennþá geðveikt hrifinn af henni en hún vill bara engan veginn gá hvort þetta myndi virka eitthvað og vill bara vera vinir, sem við erum alveg núna, alveg mjög góðir. En já málið er semsagt eruði með einhverjar hugmndir hvernig ég get komist yfir hana og mun ég geta gleymt henni nokkurn veginn. Ég hef reynt að hætta að tala við hana í svona viku en þá langar mér bara að drepa sjálfan mig(Í alvöru). Mér líður svo illa að það er ekki eðlilegt.
Eruði með einhverjar hugmyndir hvernig ég get komist yfir hana ?
-Takk fyri