jæja, þetta vandamál tengist þannig séð ekki neinni núverandi rómantík en…ég var að fatta soldið

ég var í sambandi fyrir svona, hvaaað, tveimur árum síðan…sem endaði in flames. Ég komst ekki alveg yfir hana strax, það tók mig örugglega hálft ár…en jújú, það tókst. Síðan þá hef ég alveg verið að skíta á mig í stelpumálum…

…þetta byrjaði á að ég taldi mig hrifinn af vinkonu minni. jújú, ég var það alveg…það hefði bara enganveginn gengið, þarsem ég var ekki þá enn kominn yfir fyrrverandi. Hún frétti samt að ég væri hrifinn af henni, og ég frétti síðar að hún hefði verið hrifin af mér á þessu tímabili. ég er feginn að ekkert gerðist þar þá, því það hefði…bara farið illa með hana. En þarna var þetta byrjað, hrifningar af öðrum stelpum.

þetta var þegar ég fór í gegnum hálf..err..slutty tímabil hrifingarlega séð. ég taldi mig nánast hrifinn af hverri einustu stelpu sem ég þekkti…ekki öllum en nánast öllum. Þetta gerðist allt á frekar stuttu tímabili, afar kjánalegu en stuttu tímabili. eina sem var samt alvöru en ekki bara svona “æjmiglangarísamband” var þessi sem ég nefndi að ofan, en einsog ég sagði var ég ekki kominn yfir fyrrverandi, talaði enn og hnakkreifst við hana svo það er bara fínt að ekkert fór lengra þá…

…svo einhverjum mánuðum síðan, ég hættur að tala við fyrrverandi, finn ég aftur fyrir þessari hrifningu á þessari stelpu þarna. þá reyni ég eitthvað, en þá er hún bara…ekki hrifin lengur. aftur, það er fínt, við hentuðum hvort öðru enganveginn á því tímabili.

Síðan einhvernveginn tekst mér að komast í gegnum lífið hreint og beint, án stelpuvandamála og bara vívíví jolly, tel mig kannski hrifinn stundum en það bara…er ekki neitt. svo í byrjun ársins verð ég hrifinn af….jújú, sömu stelpu aftur. hvað er málið með það? Allavega, ég reyndi ekki einu sinni þá, fékk bara staðfestingu frá henni hvort við værum ekki örugglega vinir og ekkert meira, jújú satt er það.

síðan nýlega verð ég heeeví hrifinn af stelpu…alveg geðveikar tilfinningar…og svo jafnsnöggt og þær komu hurfu þær. what the fuck, á ég ekki að vera vaxinn uppúr þannig 13áravandamáli?

svo núna er ég hrifinn af stelpu sem ég hef verið hrifinn af áður (no surprise there, ég hef örugglega verið “hrifinn” af flestum stelpum sem ég þekki einsog ég sagði)…en já. Ég er alveg hættur að reyna e-ð með stelpum, því ég hef enga trú á að neitt gerist sem endist, eða jafnvel byrji. Eina sem hefur verið e-r alvöruhrifning eru fyrrverandi og þessi stelpa sem ég nefndi nokkrum sinnum.

Svooo já, málið er…að þrátt fyrir minn “háa” aldur, er ég enn á svona fackin' þrettán ára vandamálum. svo mín einfalda spurning til ykkar ágætu hugarar, er…what the fuck?