Öhm já, vá klukkan er hálffjögur og ég er á huga. How sad am I?
Allavega, ég hef lengi verið að hugsa um eitt, og það er farið að bögga mig örlítið. Ég var í sambandi í eitt og hálft ár og eftir að hann hætti með mér tók það mig vægast sagt langan tíma að jafna mig(eitt og hálft ár síðan að við hættum saman).
Ok hérna kemur pointið með þessum þráð. Ég hef hitt nokkar gaura eftir það og allt í gúddí. En málið er að ég verð aldrei hrifin, ég hef ekki verið hrifin af neinum síðan við hættum saman. Bara enginn. Engum tekist að heilla mig neitt sérstaklega.

Vinir mínir nefndu það einmitt um daginn að ég ætti aldrei eftir að finna neinn því að sá gaur þyrfti að vera eins og minn fyrrverandi. Ég miða alla við hann. Ástæðan? Hann er fullkominn fyrir mig, ég er bara ekki fullkominn fyrir hann. Bummer.

Mig langaði rosalega að fá að vita hvort að einhver hér viti hvað ég er að tala um eða er ég bara ein í heiminum? Er ofboðslega hrædd um að ég viti ekki lengur hvað felst í því að vera hrifin og kynnast fólki á eðlilegan hátt. Æi ég kann ekki að útskýra. Ég held að ég sé bara föst í vítahring þar sem að ég lokka gaura til mín svo ef það á að vera eitthvað meira heldur en bara daður þá frýs ég. Alveg gjörsamlega. Nema ef að strákarnir eru tilbúnir til þess að vera vinir, þá er það ekkert mál.

Er ég bara búin að missa hæfileikann til þess að verða hrifin og eiga í heilbrigðu sambandi við manneskju af gagnstæða kyninu eða er ég bara búin að missa það?

Með von um svör frá fólki sem veit hvað ég er að tala um:)