Ég veit að þú sást mig fyrst er ég henti mér inn hálfblindur og másandi úr frostinu. Ég veit að ég sast næstum ofan á þig í ruddalegri hraðferð minni við að reyna að ná bestu sætunum í tómum strætó.
Ég veit að áhuginn var kannski 109% mínum megin, og að ég hafi ekki haft mikið meira að bjóða þér en kjánalegt bros og nýútrunninn skiptimiða. En ég veit samt að þetta var eitthvað, ég veit að við áttum okkur móment, tengsl, dýrlega uppljómum, svona eins og James Blunt syngur um.
En ég hafði enga áætlun. Engin sniðug orð til að brjóta ísinn með. Ekkert nema örlitla vonarglætu um að þú myndir slökkva á iPodinum þínum, taka eftir mér og glaðlega bjóða mér heim til þín í heitt kakó og kynlíf.
En brátt kom að leiðarlokum, og ég varð að ýta mér út í frostið enn á ný, 100 krónum og einu viðkvæmu unlgingshjarta fátækari.

Skondið hvernig fimm mínútna bílferð getur farið með mann.