Af hverju eru Íslendingar svona hræddir við framhjáhald? Hvað fær fólk til að verða fúlt útí maka sinn af því að hann fór drukkinn á djammið og kom seint heim?
Vinur minn útí Bandaríkjunum sagði að hann hefði aldrei fundið fyrir þessu þarúti eins og hér heima því að bandaríkjamenn drykkju minna og væru almennt ánægðir með makaval sitt en ekki alltaf að pissa í garða einhvers annars!
Ég var rosalega paranoid manneskja, ég mátti ekki vita af kærustunni á djamminu og þá var ég kominn með dramabíóið í gang og það var verið að sýna slæma mynd. Núna finn ég EKKERT fyrir þessu, ég er með manneskju sem ég virði, elska og dái og það virðist gera trikkið fyrir mig.
Er ástæðan sú að fólk sé of bráðlátt á vali sínu á maka, og sé stöðugt að athuga hvort ekki sé hægt að skipta? Eru Íslendingar gráðugir asnar sem vilja aðeins það sem þeir mega alls ekki fá? Svo þekki ég sumt fólk sem vill aðeins sofa hjá giftu fólki því það sé meira “kikk”! Persónulega held ég að leiðin til að lenda ekki i framhjáhaldi sé ekki að passa að maður viti alltaf hvar makinn sé, heldur að elska manneskjuna eins kristaltært og þið viljið og vona að þannig sjái hann/hún að það gerist ekkert betra!
Endilega skrifið álit ykkar á þessu Paranoiamáli!

kveðja Kvakku
______________________________