komiði sæl,
ég gerði hérna kork fyrir nokkrum dögum um kunninga minn sem elskar stelpu eftir að hafa hitt hana tvisvar.


En ástæða þess korks er til að spyrja ykkur hvernig þið skilgreinið ástina.
Ég skilgreini hana á þann veg að þetta er sérstakt fyrirbæri sem á ekki að misnota.
Ég hugsa að skilyrðin til að segja “ég elska þig” séu að þú munt vera með þessum einstakling þó hann lendi í hottalegu slysi og lamist frá háls og niður,að þú myndi fórna lífi þínu fyrir ástina þín án þess að hugsa þig einu sinni um.
(En svo hugsa ég:Er þetta kannski alltof mikið?
er þetta of ýkt?
en samt er partur af mér sem vill trúa þessu,en miðað við það sem ég hef séð hér á Hugi.is og séð gerast í kringum mig í fjölskyldunni getur það bara ekki verið…)


En endilega segðu mér álit þitt.

ykkar,Berrrassagangur.

ekkert skítkast.