Málið er að ég var að hitta fyrstu ástina mína aftur, við vorum hætt saman, og ég steinféll fyrir henni, bara alveg meira en nóg.

Málið er að hún er búinn að ná að eyðileggja allann séns á því að við getum verið saman aftur með því að sofa hjá hálfum bænum þar á meðal æsku vini mínum.

Ég get ENGAN veginn fyrirgefið þetta, en SAMT verð ég að hitta hana og ég geri ekki annað en að hugsa um hana. Ég er byrjaður að flýja raunveruleikann bara til þess að hugsa um hana, t.d. vil ekki vakna því ég vill bara sofa og hugsa um hana.

Ef ég hugsa um þessi atriði þá verð ég alveg BRJÁL og hata hana meira en allt, og ef við erum að kúra meðan það gerist þá gjörbreytist ég og vill að hún sleppi mér.

Þetta er orðinn hálfgerður geðklofi hjá mér!

Við erum ekki byrjuð saman aftur eða neitt, og ég veit fullkomlega að það mun EKKI gerast (Eða maður veit fokking aldrei), en samt verð ég að hafa hana nálægt mér.. Verð að hafa hana með mér og kúra, ég vill samt ekki sofa hjá henni, því mér bara einfaldlega verður óglatt um tilhugsunina að skríða upp í svona námu.

HVAÐ ER TIL RÁÐA!!!!!!!

Ég get ekki notað svarið: ‘'Gleymdu henni bara’' því það er einmitt það sem ég get ekki gert, og þar liggur vandamálið.

Hjálp er meira en vel þeginn!
Moderator @ /fjarmal & /romantik.