Eftir smá vandamál milli okkar og sambandslit þá bað kærastinn minn mín aftur í kvöld :D
Fyrir akkúrat viku þá var ég að flytja út frá honum afþví við hættum saman útaf einhverjum asnalegu rifrildi og misskilningi.. datt ekki í hug að viku seinna myndi hann biðja mín aftur og hvað þá að við myndum byrja aftur saman en það gerðist :D

Tvær af bestu vinkonum mínum hjálpuðu honum og gerðu rosalega rómó með kertaljós og svona, svo náðu þær í mig þar sem ég beið inní herbergi og svo þegar ég kom inní stofu þá voru kerti og hann var á hnjánum og bað mig um að giftast sér :D Og ég var/er geðveikt ánægð :D
Sagði já og kyssti hann og faðmaði hann rosalega fast og bókstaflega grét af hamingju ;*

Langaði bara að skrifa eitthvað um þetta, er að springa úr hamingju :D
We were swimming in the ocean