Já ehm. Er með smá kjánalegt vandamál, sérstaklega af því að ég er ekki svo viss um að þetta sé einu sinni vandamál. Þið dæmið bara, here goes:

Þannig er mál með vexti að ég kynntist þessum strák í síðustu viku. Og við ákváðum að festa niður stað og stund til þess að hittast. Fyrsti hittingur var bara rúntur og eitthvað svona týpískt, seinni hittingurinn var heima hjá honum þar sem við horfðum á mynd og hann bauð mér að gista því að skólinn minn er við hliðina á heimilinu hans. Eniveis. Svo fór ég bara í skólann daginn eftir beint heim, hafði ekkert samband við hann fyrr en daginn eftir og þá töluðum við um annan hitting, en þá sagði hann mér að hann yrði að vera hreinskilinn, hann væri enn að hugsa um sína fyrrverandi(hún hætti með honum fyrir hálfu ári síðan og hann er ekki í neinu sambandi við hana þar sem hún býr hinum megin á landinu)en hann væri samt til í að hittast aftur.

Málið er að ég hef verið mikið særð í fyrri samböndum og var eiginlega bara búin að gefast upp. Hann átti bara að vera one night stand því ég nenni ekki að standa í þessu sambandsdæmi, en nú er ég orðin pínu skotin og er mjög hrædd því ég vil ekki vera að gera mér vonir ef við erum kannski búin að vera að dúllast og svo kemur hann bara allt í einu nei ég get þetta ekki ég er enn skotinn í minni fyrrverandi. Það bara gengur ekki af minni hálfu. Auk þess sem að ég held að hann myndi hlaupa hraðar en vindurinn ef ég myndi setjast niður með honum og tala við hann, alltof snemmt að mínu mati. Hvert er þetta samband að stefna? HAHA. Er ekki einu sinni viss hvort að ég vilji samband.
Mín spurning er hvernig á ég að fara að þessu? Halda áfram að hitta hann og eiga það á hættu að verða særð eina ferðina enn eða bara gefa hann upp á bátinn? Svo eru auðvitað bólfélagar alltaf til en endar það ekki bara alltaf í einhverju fokki?

What to do? What to do?