sælt veri fólkið…

ok ég er í smá vanda hérna…

fyrir rúmum mánuði síðan, næstum tveim, þá hætti kærastan mín með mér. stelpa sem ég elska af öllu hjarta og hef gert lengi, áður en við byrjuðum saman.
Ok. Ég var gjörsamlega í rusli eftir þessi sambandsslit, er búinn að vera að berjast við þunglyndi í nokkur ár og virtist vera að ná stjórn á því.

málin standa þannig núna, ég elska hana en af öllu hjarta, geri hvað sem er fyrir hana, erum góðir vinir og allt það….

ég er búinn að vera að drepast úr vanliðan og þunglyndi síðasta 1 og hálfan mánuð vegna hennar og ekkert virðist ganga.

ég hef ekki mikið reynt að fá hana aftur, vill ekki vera of ýtinn, og er aðalega búinn að vera að reyna að komast yfir hana…
ég hef reynt að fá útúr henni afhverju hún vill ekki vera með mér en fékk alltaf svarið “vill bara vera á lausu”.. ok, ég hugsaði með mér bara, leyfum henni að vera á lausu, hún kemur aftur…

núna í kvöld, á þessum valentínusardegi(sem ég held ekki uppá, þoli ekki kanahátíðir). er hún á deiti með vinnufélaga sínum, hann er svo sætur og góður við hana(eins og ég hafi ekki verið það…) og mér bara heyrist á henni að hún sé nokk hrifin af honum, og er… mjög sennilega í þessum töluðu orðum að eiga góðar stundir með honum heima hjá honum… :/

ok, mér finnst svosem alltílæ að hún haldi áfram og finni sér góðan strák og allt það. málið er bara að ég er ekki að meika að vera með henni og tala við hana, því hún talar um þennan vinnufélaga sinn við mig !?!…
ekki beint umræðuefni sem maður vill sem fyrrverandi…

síðan þykir mér svo vænt um hana líka að ég vill að hún velji sér góða strák, sem er í engu rugli eða neitt…

ég var öxl hennar til að gráta á og félagi þegar hún hætti með sínum fyrrverandi og frá því leiddi að við byrjuðum saman.

núna þar sem ég fæ engin svör, finnst mér ég hafa verið illa notaður…

ég er ekki að ná að komast yfir hana og eina sem ég hugsa um er að vonast til þess að þessi vinnufélagi hennar sé fáviti og geri henni eitthvað sem fær mig til að fara heim til hanns og berja hann …. :/ ofbeldi er enginn vandi og ég er lítið fyrir ofbeldi en þetta er það sem ég hugsa…. plús þunglyndið….

mig vantar ráð frá ykkur.

1. á ég að reyna að fá hana aftur ?
2. á ég að tala við hana og segja mér hvernig mér líður svo hún hegði sér öðruvísi gagnvart mér ?
3. ég þarf að komast yfir hana, þunglyndið og vanlíðan er að draga langt niður fyrir öll mörk sem ég hef farið í áður og ég hugsa um að gera hluti sem mér mundi annars aldrei detta í hug að gera…..
en ég stend á gati…. ég er búinn að reyna allt sem mér dettur í hug til að komast yfir hana, sumt virtist virka í fyrstu en svo fer allt í fokk…. vantar ráð…


kveðja: úber þunglyndur og afbríðisamur drengur….