Sælt veri fólkið.

Mitt vandamál er nú ekki stórt en samt.

Það er nú þannig að ég er á framhaldskólaaldri og það er á þessum tíma sem fólk fer að slá sig saman og dúlla sér.
En á einhvern hátt set ég sjálfan mig alltaf á “hliðarlínuna”. Af einhverri ástæðu er ég hræddur við að fara í samband. Mér finnst eins og ég sé ekki nógu þroskaður til þess að fara í samband og eigi ekki eftir að höndla ábyrgðina og allt það sem hinn aðilinn býst við af mér.
Samt finnst mér eins og ég sé að missa af einhverju.
Stundum hef ég hugleitt það að stökkva bara út í djúpu laugina og láta reyna á þetta.

hvað finnst ykkur, ætti ég að láta reyna á þetta eða ætti ég að bíða þangað til mér finnst ég vera orðinn tilbúinn?

Og svona á meðan ég er enþá skrifandi :) þá var ég að lesa kork hérna á undan þar sem huganotandi var talandi um hversu tilfinningakaldur hann/hún væri og vildi ríða en fengi ekki þessa tilfinningu að hann/hún væri virkilega hrifinn af einhverjum.
Þetta lýsir því svona nokkurn vegin eins hjá mér.
En samt ekki alveg. Ég fæ alveg einhverja tilfinningu þegar ég hitti einhverja stelpu sem mér líst á.
En sú tilfinning lýsir sér engan veginn þannig að ég geti ekki hætt að hugsa um hana eða eitthvað í þá áttina.

Æj ég veit það ekki.. kannski er þetta eitthvað bull í mér bara en takk fyrir að lesa og þið megið alveg endilega skíta yfir mig útaf illa upp setnum kork og stafsetningarvillum mér er alveg sama ég náði stafsetningu í íslensku :D
mhm