Djöfulsins fokk.

Ok ætla bara að byrja á byrjuninni. Kynntist þessum strák fyrr í vikunni. Var búin að vera inná msn hjá mér í langan tíma, þegar mér allt í einu datt í hug að grennslast fyrir um hver þetta eiginlega væri. Kemur í ljós að hann er drop dead gorgeous, virkilega skemmtilegur, öruggur með sjálfan sig, eigum margt sameiginlegt og það er auðvelt að tala við hann. Beisiklí allt sem ég vil hafa í fari karlmanns. Við ákveðum að hittast og hittumst í gær. Kíktum smá á rúntinn og fórum svo bara heim til hans að horfa á mynd.

Og nú kemur að vandamálinu, ég er rosalega hrædd um að ég hafi orðið ofurspennt, skilið lítið eftir fyrir ímyndunaraflið og nú er hann búinn að fá það sem hann vildi(samt bara til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá fórum við ekki alla leið).

Ég keyri svo heim til mín seint um nóttina og hann sendir mér svo sms seinna þegar ég er sofnuð að hann geti ekki hætt að hugsa um það hvað honum langi að ganga alla leið með mér(orðaði það aðeins klúrara). Ok ég sé það ekki fyrren í morgun þegar ég vakna, og er ekkert að pæla í þessu. Hélt að við ætluðum að hittast í kvöld og var hlakka til að liggja við hliðina á honum, svo seinna í dag hitti ég á hann á msn og við byrjum eitthvað að spjalla og það eina sem hann vill tala um er gærkvöldið og það sem gerðist þar(semsagt frekar gróft), hann hefur ekkert spurt mig að einu um mig en talaði samt alveg heilan helling um sjálfan sig á rúntinum í gær, reyndar töluðum við bæði og náðum rosalega vel saman, hélt ég.

Svo segir hann að hann geti ekki hitt mig í kvöld. En í gær spurði hann um leið og ég var að fara heim, hvenær geturu hitt mig? Og vildi hitta mig sem fyrst.

Einiveis. Ég er rosalega hrædd um að hann hafi misst áhugann á mér sem persónu og líti á mig sem easy-fuck. Sem er bara hlægilegt því allir sem þekkja mig vita að ég er það allsekki, missti mig bara aðeins því hann var eitthvað svo æðislegur að mig langaði bara að gera allt fyrir hann(ekki missklija, hann gerði alveg fullt á móti).

Ohh er ekki til einhver leið til þess að snúa þessu við því mér líkar rosalega vel við þennan strák, það er eitthvað við hann. Og það er langt síðan ég hef gefið einhverjum strák færi á mér, þessvegna er þetta svo skrítið að ég skuli lenda í svona helvítis veseni(afsaka orðbragðið).

Plís einhver sem getur hjálpað mér, er alveg að missa mig yfir gaur sem ég er ekki einu sinni hrifin af en líkar rosalega vel við og vildi óska þess að það gerðist eitthvað meira.

Fyrirfram þakkir
ikea

Ps. Afsaka langlokuna.

Bætt við 19. janúar 2008 - 21:37
Ps2. Það er ekki líkt mér að vera svona, er með ágætt jafnaðargeð, þessvegna finnst mér þetta svona skrítið að hann skuli hafa þessi áhrif á mig.

Æi.. Damn. Hata tímann, vildi óska þess að ég ætti tímavél!