ég er hræddur, svaka smeykur, veit ekki alveg hvað ég er að gera eða hvert þetta leiðir

ég semsagt ákvað að kíkja í heimsókn til kvennmanns í útlöndum, við erum búin að vera vinir í nokkur ár og undanfarna 2 mánuði höfum við verið að daðra vel við hvort annað, sérstaklega eftir að ég pantaði flugið út..
nú er ég kominn út og búinn að vera í tæpa viku, það varð þvílíkt spennufall hjá okkur fyrir svona 2-3 dögum, allt er orðið rólegt og við farin að getað talað saman, það er búið að vera svaka gaman en mér finnst skrýtið að tala við hana öðruvísi en í gegnum skype, msn, síma, ég einhvern vegin verð alveg tómur í hausnum og veit ekkert hvað ég á að segja við hana þegar við erum bara 2 ein

mér þykir alveg ótrúlega vænt um hana og ber miklar tilfinningar til hennar, hún veit það og ber held ég svipaðar tilfinningar til mín, ég veit það samt ekki pottþétt

ég er hræddur vegna reynslu úr fyrra sambandi, sem fór svo mikið í fokk að ég er enn að jafna mig, ég er hræddur um að þetta fari á svipaðan veg og ég lendi á sama stað og ég var fyrir tæpu ári síðan

ég er líka hræddur um að þetta hafi bara verið spenna í loftinu hjá henni, að þegar spennufallið hafi orðið hafi áhuginn dottið aðeins niður, kanski er það hræðsla hjá henni vegna (líka) slæmrar reynslu úr fyrra sambandi, ég bara veit ekki hvað ég á að gera.

eitthvað sem tíminn leiðir bara í ljós kanski

komiði endilega með ykkar álit

Bætt við 19. janúar 2008 - 13:29
skiptir ekki máli, við ákváðum í gær að taka ekki sénsinn á því að eyðileggja vináttuna
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950