Mér barst annað bréf í pósti þar sem ég var beðinn um að senda það inn nafnlaust. Endilega svarið eftir bestu getu.

Hér er bréfið:


Góðan daginn. Ég ákvað að senda þetta inn nafnlaust vegna þess að mig langar ekki að fólk sem þekkir mig spyrji mig út í þetta. Þetta er ekki beint vandamál heldur er ég aðeins að forvitnast um hvað annað fólk gerir í þessari aðstöðu.

Hvernig mynduð þið bregðast við, þar sem ég geri ráð fyrir því að þið eruð rosalega hrifin af maka ykkar, ef það væru alltaf einhverjir aðilar að reyna við makann? Sem sagt, senda makanum SMS og eitthvað þess háttar. Hvað mynduð þið gera?

Reynið þá að gera ráð fyrir því vinsamlegast að makinn svari bara ekki, sem sagt, segir ekki „láttu mig vera“ eða eitthvað álíka. Samt myndi þetta ekki hætta því jafnvel hittir makinn ykkar þessa aðila sem dæmi, í skólanum, skemmtistöðum eða eitthvað álíka.

Hvað mynduð þið gera?
Gaui