Já sæl. Mig langar að deila þessu með ykkur svo þið getið kannski gefið mér ráð hvað ég ætti að gera eða hvað þið mynduð gera í mínum sporum.

Ég er 16 ára og á 17 ára kærasta við erum næstum því búin að vera saman í hálft ár. Við kinntumst í gegnum vikonu mína og þegar ég kinntist honum var ég nýbúin að hætta með stráki sem beitti mig andlegu ofbeldi. En mér leist svo vel á þennan strák og hann varð alveg rosalega hrifinn af mér og hann byrjaði að bjóða mér í partý og svoleiðis. Mér leist alltaf betur og betur á hann, svo varð ég hrifinn af honum og það endaði með að hann sagði mér að hann væri ástfangin af mér.

En ég hugsaði ekkert út í það að ég væri nýkomin úr sambandi. Hann var alveg fullkominn. En þegar lengra dró á, var hann allt allt öðruvísi á neikvæðan hátt. Það er svona eins og tilfinningar hans séu útí öfar alveg. Ef hann reiðist þá brjálast hann alveg (rústar hlutum og þannig. Og sérstaklega í umferðinni þá kallar hann fólk þvílíkustu ljótu nöfnunum og brjálast og öskrar og þannig. Og mér líður ekkert smá illa á meðan á þessu stendur.

Hann fyrirlítur fólk sem er ekki eins og hann og ég þoli ekki þegar hann talar illa um fólk.

Ég held hann sé þunglyndur. Það er mjög auðvelt að koma honum úr jafnvægi.

Það var í sömu vikunni sem ég var svo þreytt og nennti ekki mikið að tala (klukkan var þrjú um nótt) og svo þegar við fórum að sofa þá var hann bara allt í einu skælandi upp við vegginn og vildi alls ekki segja mer hvað væri að ef ég spurði þá sagði hann bara “það er ekkert að” eða “bara” svo nennti ég þessu ekki lengur þannig á endanum sagði hann mér að ég væri búin að vera svo leiðinleg við hann ? Bara af því ég var ekki í fullu fjöri að skemmta honum.

Líka í þessari sömu viku bað hann mig að koma í matarboð til fjölskyldu hans og ég var búin að segja honum með fyrirvara að ég ætlaði að vera heima og þegar leið á kvöldið fór hann í geðveigt mikla fýlu því ég vildi ekki koma með og hann sko, grátbað mig að koma með þannig égtók mig til og síðan sagði hann að ég þurfti ekkert að koma með og ég var reið við hann því ég var búin að taka mig til og hann rauk út skælandi.

Svo er það versta. Hann er alltaf í fýlu og þá meina ég alltaf. Ég má ekki segja neitt þá fer hann í fýlu. Á hverjum degi fer hann í fýlu og þá verður andrúmsloftið svo mikið á milli okkar að mér líður svo illa þá.

Svo um helgina var ball og hann bað mig að koma með og ég nennti alls ekki á ballið og átti ekki pening heldur. Svo átti vinkona min afmæli um helgina og bauð mér á ballið og ég ætlaði þá að fara og hann fór í svo mikla fýlu þá. (og þegar hann fer í fýlu hunsar hann hvert orð sem ég segi) erfitt að segja fyrigefðu sko.

Hann hefur ekkert sjálfstraust og mjög lélegar sjálfsmynd og getur ekki svarað fyrir sig. Ég held hann sé þunglyndur en hann vill enga hjálp. Hann var líka fúll því hann ætlaði að fara með tveimur vinum sínum sem voru með kærustu sínar en ekki hann ! :o ó vá. “ég skipti náttúrulega engu máli” sagði hann.

Síðan seinna um daginn vorum við að skutla vini hans heim sem er asískur. Og ég þekki hann líka. Og ég sagði við hann að mér fyndist asískt fólk vera fallegasta fólk í heiminum (mér hefur alltaf fundist það og kærastinn minn veit það) og hann var alveg brjál…eftir að vinur hans var farinn. Sagði “ef ég er svona ömulegur afhverju hættiru ekki bara með mér, gerðu það bara! í alvöru” ég var orðlaus og vildi fara útúr bílnum en hann hleyfti mér ekki út úr bílnum. Hann skutlaði mér heim.

Um kvöldið fór ég með nokkrum vinkonum mínum og það var rosalega gaman. Síðan sá ég miklu seinna að hann var kominn. En þegar lengra dró á ballið fór hann á efri hæðina og settist í sófa þar sem vinum sínum og það var eins og hann væri uppdópaður. Ég kom til hans og settist í fangið hans. Hann gerði ekki neitt. Tók ekki utan um mig eða neitt, ég talaði við hann og hann hunsaði mig bara þannig að ég fór.

Þegar ballið var að verða búið sat ég með vinkonum mínum í einum sófa og kærastin minn labbaði framhjá. Vinkona mín sagði " nafnið hans og svo kærastan þín situr hérna viltu ekki koma og vera hjá henni“ og hann hristi hausinn. Þannig að ég fór fram með þessari vinkonu minni og fór að háskæla.

Þegar ballið var búið voru vinkonur mínar farnar út í bíl og ég var að labba út þá stóð hann fyrir utan og ég ætlaði að labba framhjá honum en hann sagði við mig ”fyrrigefðu“ og þá sagði ég ”já ég er ekki alveg viss um að ég eigi eftir að gera það“ og hann ætlaði að fara að knúsa mig en þá bakkaði ég, hann var alltaf að biðjast fyrirgefningar og ég sagði ”við þurfum að eins ap fara að hugsa um þetta samband" og labbaði í burtu.

Var það gott hjá mer ? mynduð þið gera það líka ?

Svo er það spurnigin. Á ég að hætta með honum, hann dregur mig niður á hverjum degi með þessari fýlu í sér. Á ég betra skilið ?
Hvað myndir þú gera ?


Ég vil þakka þér alveg óendanlega mikið ef þú nenntir að lesa þetta allt og ég gæfi hvað sem er fyrir álit á þessu máli.
“Don't play with bitches, they know how to play better”