Ég hef verið að velta þessu mikið fyrir mér undanfarið. Sérstaklega eftir að ég bar þetta undir vinkonu mína sem að var fullkomlega sammála mér og aðra sem að þverneitaði í fyrstu en eftir að ég spurði hana nokkra spurninga og aðeins útí hvernig hún upplifir annað kvenfólk þá var tók hún í sama streng og ég.

Ég tel mig vera frekar kvenlega almennt og hef verið í föstum samböndum með kk síðan ég var 14 ára með nokkrum hléum.

Ég laðast að öðrum stelpum/konum, en hef aldrei beint verið hrifin af stelpu og tel mig ekki vera bi. Mér finnst kvenlíkaminn mjög fallegur hlutur og hef ekkert á móti að kyssa kvenmann eða jafnvel ganga lengra. Hvort ég gæti átt í sambandi við kvk er ég ekki viss um, en ég er svosem alveg nógu forvitinn til að prufa það.

svo nú spyr ég ykkur stelpur/konur eruði sömu skoðunar og ég og vinkonur mínar:p?



Bætt við 12. janúar 2008 - 18:42
P.s. Átti nú ekki beint kanski við hvort þið gætuð hugsað ykkur að sofa hjá stelpu, heldur frekar hvernig þið t.d. brugðust við ef að kvk sem þið álituð sæta/myndarlega myndi reyna við ykkur?
Fannseline*