Ég laðast alltaf að svona strákum sem ég myndi ekki þora að koma með heim (as in, ég myndi ekki þora að svo lítið sem leifa foreldrum mínum sjá mig í sama herbergi og þessir strákar), ég hef reynt að kynnast strákum sem ég veit að foreldrar mínir myndu samþykkja, en bara BAH! þeir eru svo.. óáhuaverðir?

Ég er svona typa, ég ÞOLI EKKI þegar strákar segja “hæ sæta” “já elskan mín” “ástin mín?” og eitthvað svona dæmi… eru alltaf að halda í hendina á mér og eru mjög opnir um það hvernig þeim líður gagnvart mér…

Ég á það meira að segja til að laðast að strákum sem láta mér líða illa með það hvernig ég lít út, og láta mér líða heimskri, og jafnvel segja það. Ég laðast að strákum sem láta mér líða eins og ég sé enskis nýt öðruvísi en kynferðislega…

Svo loksins þegar ég lendi á góðum strák, þá er eins og ég fari í vörn og geri eitthvað með strák sem ég veit að á ekkert eftir að vilja mig neitt öðruvísi en kynferðislega.

Ég kann ekki að tjá mig öðruvísi en kynferðislega… Ég eitthvernvegin loka á stráka þegar ég er að “deita” þá þegarkemur að samtölum og svona, ég reyni að tala sem minnst, kynnast sem minnst og öll mín sambönd, dúllerí og strákavesen yfir höfuð hefur einkennst af þessu… ég hef aldrei bara legið uppí rúmi með strák sem ég hrífst af og bara spjallað um eitthvað annað en tónlist… sem mér finnst mjög skrítið, þar sem ég er yfirleitt mjög opin manneskja… Svo um leið og ég og strákurinn erum hætt öllu , þá fer ég að opna mig…

Svo líka fyrst þegar ég er að hitta stráka þá er ég alltaf í vörn fyrstu svona fyrsta mánuðinn eða svo… svona, hann reyndir að halda utan um mig – ég færi mig, hann hringir – ég finn afsökun til að hitta hann ekki, hann sendir mér “krúttlegt”sms - ég sendi til baka “fullur eða freðinn?” og fleira… ég meina ekkert af þessu illa… ég bara er drulluhrædd því að það endar alltaf allt alveg eins… , þeir sína geeeeeðveikt mikinn áhuga, ég fer í vörn, eg minnka vörnina, við erum hrifin af hvort öðru í stuttan tíma, hann missir áhuga og gerir eitthvað með eitthverri annarri stelpu þegar við erum ennþá að hittast eða ennþá saman…

Er eða var eitthver með sama vandamálið? Vitiði um eitthvað sem gæti ferið ástæðan fyrir þessu? Og vitiði um eitthvað sem gæti hjálpað mér með þessa leiðindar vörn sem ég er alltaf í? Það er ekki rétt af mér að særa eitthvern bara því ég er hrædd við að vera særð…
sex is an emotion in motion