Mig langaði bara í fyrsta skipti að nota huga til að opna mig og hleypa út yndislegri tilfinningu:D

En málið er að ég er að springa úr gleði. Ég get ekki hætt að hoppa um og vera glöð því að ekki á morgun heldur hinn er ég að fara vestur til kærastans og er að fara að eyða áramótunum þar.
Við erum búin að vera saman í rúma 10 mánuði og mér hefur aldrei liðið jafn vel með neinum.. nema kannski einhverjum úr fjöskyldunni en þá á annan máta.

Það er alveg eins og að hann hafi verið skapaður bara fyrir mig:D Hann er svo æðislegur í alla staði og mér þykir svo vænt um hann. Mér er alveg sama hvað öllum öðrum finnst um hann eða okkur saman því fyrir mér er þetta svo BEST í heimi!

Elska þig svo mikið og hlakka svo mikið til að koma til þín elsku Grímur:*
Fríða Björk hefur skrifað.