Ókei ég ætla að reyna að útskýra svona í stuttumáli þetta vandamál. En til að byrja með þá er þetta um tvo stráka svo ég kalla þá bara strák 1 og strák 2.

Strákur 1: það er langt síðan við kynntumst. Í byrjun vorum við bara vinir og ekkert að því en seinna byrjuðum við svona að “deita” í mínum huga. Þessi strákur er svona góða týpan. Reykir ekki, drekkur en er svona meira svona kind person. Við sváfum saman regglulega og ekkert vesen neitt. Ég alveg yfir mig hrifin af honum og var alveg til í að ganga aðeins lengra eða semsagt fara í samband með honum en þorði aldrei að tala um það…hrædd um að svona hræða hann í burtu. En já mér leið/lýður alveg æðislega í kringum hann! Er svo örugg og svona og hann er mjög góður við mig og allt það ekkert svona reyna að fá mig til að gera hluti sem ég vil ekki. Hann er náttla aðeins eldri og mikklu reyndari en ég. Það er svona eiginlega ekki neinn galli við hann þegar við erum 2 saman og ég bara svona dýrka þennan strák. Vandamálið er að hann hefur ekki sagt neinum vinum frá mér og enginn veit einu sinni að við vorum að sofa saman eða neitt! Og eftir að ég komst að þessu þá fannst hann bara vera að nota mig og fór þá í svona afneitun…vildi ekki trúa því:/ svo komu svona nokkrar vikur sem við hittumst ekki og ég fór að sjá þetta betur og betur og fór að þora að tala um þetta við bestu vinkonu mína. Hún tók líka eftir þessu og sagði mér bara svona að gera ekkert meir með honum. Svo núna bara fyrir stuttu hittumst við ekki í 4 vikur og hann sagði svona hæ af og til á msn og svona og ég bara svona reyndi að hugsa ekkert þannig um hann. En þá kemur strákru 2 inní. Hann er algjört krútt! Mjög góður við mig og allir vinir hans vita af mér sem lætur mig líða vel. Hann reykir reyndar og reykir af og til hass. En ég læt það ekkert koma í veg fyrir að kynnast honum betur. Jæjja svo hittumst við nokkrum sinnum og svona og kynntumst frekar vel. Ég hlæ svo mikið með honum og hann er alveg ótrúlega skemmtilegur og fyndin og ég er að fíla hann alveg rosalega. Ég finn fyrir öryggi og ég er svona mikklu meira “ég” með honum. Með strák 1 er ég svona meira “graða ég” veit hljómar soldið asnalega en get ekki alveg útskýrt. Svo þegar ég og strákur 2 vorum að sofa saman í fyrsta skiptið þá fórum við alveg að hlægja af öllu því kjánalega og mér leið svona þæginlega :) þetta var fyrsta skiptið hans.

Já vandamálið er semsagt það að strákur 1 tók sennilega eftir að ég var svona hætt að eltast við hann og byrjaði að tala alveg rosalega við mig á msn sem var frekar skrýtið. Og einhvernvegin kom það upp í samræðunum okkar að við ætluðum að hittast bráðum og ætlum semsagt að leika við hvort annað og svona (þið fattið gæla við hvort annað og svona) og ég bara svona get ekki sagt nei við strák 1 en ég vil ekki særa strák 2. malið

Langar rosalega að fá ykkar álit á þessu alveg sama hvernig það er. Fyrir fram þakkir :) ;** og gleðileg jól =D


Bætt við 25. desember 2007 - 21:33
já gleymdi…þeir vita ekki af hvor öðrum…
Sandy ;)