þið sem hafði reynslu af því að vera ástfangin endilega svarið mér, því ég er alveg útá þekju hérna x) ég er mjög hrifin af strák, sem gæti mögulega verið e'ð hrifin af mér, allvega er víst að hann sýnir mér þó nokkurn áhuga, og það eru orð vinkvenna minna, ekki mín því það er auðvelt að sjá allt svona sjálfur þegar maður er hrifinn :)

en ég ætla að koma mér að efninu.. sko í hvert skipti sem við tölum e'ð saman líður mér bara svo vel, og er með fiðrildi í maganum og allt það :) og er ekkert stressuð, veit ssamt ekkert hvernig ég á að haga mér, en ég er ekkert að flippa úr stressi í kringum hann..:) ef hann brosir til mín, þá er ég glöð það sem eftir er dagsins, ef ég hugsa um það þegar hann brosti til mín fæ ég fiðring um allt og verð bara glöð, og líður vel, og fæ bara svona friið fattiði??

og það hafa verið meiri svona tilviljunar-atvik milli okkar en eðiliegt getur talist, og það eru ekki mín orð, þetta hafa allar vinkonur mínar sagt þegar ég tala við þær um þetta og líka að ‘það sé eitthvað að hitna í kolunum’, orðrétt frá einni þeirra :)

en líka þegar ég hugsa að kanski er þetta bara eitthvað bull, og það muni ekkert gerast þá verð ég bara tóm… mér líður eins og ég geti ekkert gert, eins og áðan var ég að fara að svara skilaboðum, og það var bara eins og ég gæti ekki svarað því, hendurnar bara vildu ekki hreyfast… ég veit ekki, þetta er ekki e'ð smá skot timabundið, þetta er búið að vera svona í meira en mánuð núna, svona mikið, og það verður bara meira&meira sem ég finn fyrir þessu.

og það hafa fleiri en einn sagt að ég sé hreinlega ástfangin, en ég auðvitað veit það ekki því ég hef aldrei verið ástfangið áður, hvað haldið þið?
og þetta er pottþétt hræðilega illa skrifað hjá mér svo endilega spurjið bara ef það er e'ð x)
just sayin'