“Þetta var bara eins og að byrja saman upp á nýtt”


Ég var semsagt veik í gær, búin að vera veik í um það bil viku og ég hata að vera veik, en nevermind, kærastinn var í vinnunni, og ég ákvað bara að dekra aðeins við hann :)

Ég fór í lyfju og keypti svona slökunarbað frá Purity herbs og svo Arnica Nuddolíu frá Weleda. Svop keypti ég mars stykki svona tvö í pakka og kók.

Ég lét renna í baðið, setti svo slökunarbaðið útí, var ekkert að spara, dreyfði kertum útum allt baðherbergið og var að bograst við að kveikja í þeim með eldspýtum :P slökkti svo ljósin og gerði rúmið hæft fyrir smá nudd. Þegar það var búið kom hann heim, klukkan var um hálf 12 að miðnætti. Ég tók hann úr öllum fötunum og leiddi hann fram á bað, gaf honum mars bita og kókglas, smá orku því að hann borðaði síðast klukkan 7. Ég lét hann setjast í heitt baðið, honum fannst það svo æðislegt, mér líður svo vel að hafa dottið þetta í hug :) Hann var í baði í svona 15 mín og þásagði ég honum að fara upp úr,þurrka sér og strákast og á meðan fór ég í smá sturtu :)

Þá var komið að nuddinu, hann lagðist á bakið og ég byrjaði frá háls niður á maga og svo báða fótleggi, svo tók ég sérstaklega hendur og fætur og nuddaði iljarnar og lófana vel :) Svo var það bakið, ég nuddaði það vel, hann var svo stífur og óslakur, síðan hætti ég lagði höfuðið á öxlina hans og sagðist elska hann :)

En með þessu, þá er ég að sýna fram á það, að það þarf líka að dekra við og við við karlinn :) Já, hann er harður af sér, bla bla, mér er allveg sama, sama hversu töff hann er, þá getur hann og fílar allveg svona frábæra dekurstund, því við stelpurnar vitum allveg að strákarnir eru alltaf að hugsa um hvað okkur líkar og okkur finnst :) Launum þeim aðeins greiðann :)

Kveðja Kristjana :)