Sæl,

svona standa málin:
ég er í sambandi við mjög skemmtilegan og traustan strák og hef verið í því sambandi í rúma 2 ár.

Vandamál mitt er hve mikið hann spilar tölvuleiki, World of Warcraft og DOTS til að nefna nokkur.

Ástæða hans fyrir því að hætta þessu ekki bara eins og skot er að hann er að eyða tíma í þessum tölvuleikjum með vinum sínum og er þetta hans leið til að eyðu góðum stundum með þeim.

Ég sé þetta að sjálfsögðu mjög skýrt frá hans sjónarhorni en ég sé þetta líka á þann einfalda hátt að þetta sé alls ekki heilsusamlegt og mikil tímaeyðsla. Þetta er líka mikil niðurlæging fyrir mig þegar ég spyr hann “hey, viltu koma í bíó í kvöld?” eða “hey, eigum við að gista í kvöld?” og fæ það einstaklega skemmtilega svar tilbaka “nei, ég er í tölvunni í allt kvöld”.
Niðurlægjandi? JÁ.

Hvers vegna getur hann ekki bara HITT vini sína og já, kannski spilað með þeim tölvuleiki þá?

Svo spilar hann líka WOW með e-u liði og ‘raid-ar’ með þeim u.þ.b. 5-7 sinnum í viku. (!!!!)
Þá er það frá ca. 4 til ???
Það er líka fáránlega asnalegt og niðurlægjandi að hann vilji frekar spila einhvern tölvuleik með EINHVERJUM gaurum utan úr heimi sem hann þekkir næstum ekkert í staðinn fyrir að hitta kærustuna sína.

Ykkar álit?
Engin skítköst, er nógu pirruð yfir honum eins og er, hann ætlar að raida dag og nótt í 2 sólarhringa í jólafríinu. Hann verður úti á landi (þar sem hann á lögheimili en býr ekki) yfir jólafríið svo ef heppnin er með mér þá hitti ég hann tvisvar.
Þetta er svo biturt, en ég er bitur.