Jæja ég las þráð hérna á rómantik http://www.hugi.is/romantik/threads.php?page=view&contentId=5459501

Og ég fór þá að pæla smá. Kærastinn minn sem ég elska og treysti, er í miklu sambandi við sínar fyrrverandi kærustur.
Mér hefur alltaf fundist það óþægilegt, ekkert samt alvarlega, heldur ég fæ svona óþægilega tilfinningu bara, mjög erfitt að útskýra. Alltaf þegar hann sendir þeim sms og er að tala mikið við þær eða hitta þær.
Ég treysti honum samt alveg og VEIT að það er ekkert á milli hans og einhverra þeirra, en þetta veldur samt svona óþægindum sem getur komið mjög illa út í annarlegum ástöndum, svona eins og á blindafillerýum og svona, skiljiði..?

ég var að pæla hvort ég væri einhvað skrýtin, eða kæru strákar og stelpur, finnið þið líka einhverja óþægilega tilfinningu þegar maki ykkar er í sambandi við fyrrverandi maka?

engin skítköst takk :)
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C