Jæja kæru stelpur, þetta er ekki beintlínis ykkar hinnstu óskir, en ég hef ákveðið að halda uppboð á Blind Date.

Já, ég veit, ég er ekkert sérstaklega þokkafullur, getnaðarlegur, sætur, skemmtilegur, fyndinn, cool né rómantískur eða neitt svoleiðis. Ég er einfaldlega með gjafarbréf á American Style og tvo bíomiða í Smárabío eða Regnbogann.

Svona, Í alvörunni, ef þig girnist að koma með mér á American Style á blint stefnumót, þá getið þið endilega svarað þessum korki og sent mér skilaboð/private message. Hver veit hvort ég bjóði þér í bío eftir matinn?

Vinsamlegast svarið ekki þessum korki ef ykkur er ekki alvara og hálfvitaleg svör eins og “haha” verða ekki vel þegin.

Bætt við 3. desember 2007 - 22:27
Aldur: 16
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Skóli: Verzlunarskólinn
Áhugamál: Stelpur, skólinn, félagslíf, vinirnir, tölvur. (í engri sérstakri röð)

Ég fíla allskonar músik, en ég er ekkert sérstaklega hrifinn að rappi/hip-hop.