Titillinn segir það eiginlega allt…

Hef verið að pæla í því uppá síðkastið hvort það borgi sig yfirleitt að verða ástfangin, er þetta ekki í flestum tilfellum -loose- ástand. ?

Ég veit að margir munu svara að maður verði að eiga “downs” til að eiga “ups” en ég persónulega held núna að ef ég yrði ástfangin aftur (eða væri við það að verða ástfangin) þá myndi ég frekar sleppa því heldur en að fara í gegnum eitthvað svona aftur.

Er einhver hérna sem hugsar einsog ég? Betra að halda sig í örygginu. ? Eða er ég skræfa..

Öll skítköst verða endursend.