sæl öll sömul og gleðilega aðventu,

mig langaði að fá álit ykkar á smá vandamáli sem að ég hef glímt við núna í nokkur ár eða svo on and off

ég á rosalega erfitt með að gleyma fyrsta kærastanum mínum sem ég var með í gaggó. hann var fyrsta ástin mín og mér fannst hann æði. okey þrátt fyrir það þá hættum við saman fyrir mörgum árum og það má segja að hlutirnir hafi endað illa, en við höfum einhvern veginn alltaf leitað í hvort annað aftur og aftur. hann hefur eignast kærustu og ég kærasta. við hættum saman þegar við vorum 15 eða 16 en vorum síðast í sambandi þannig að við hittumst og keluðum þegar ég var 20. mér finnst óþægilegt hvað mér finnst erfitt að gleyma honum og mig langar ótrúlega að vita hvað honum finnst um þetta allt saman en ég hef það ekki í mér að tala við hann. mér finnst eins og við höfum aldrei lokið þessu og klárað þetta almennilega. þegar ég hitti hann á förnum vegi verður hann oft mjög skrítinnr og þá hugsa ég alltaf með mér “eftir svona langan tíma þá er þetta ennþá svona!”. þessu pæling mín kemur og fer vissulega en mig langaði að vita hvað ykkur finnst. ber hann ennþá tilfiningar til mín vegna þess hvering hann lætur. ætti ég að reyna að fá hann til að koma og ræða málin og klára þetta eða hvað á ég að gera. mér finnst bara svo ÓTRULEGT að liða svona ennþá eftir svona mörg ár.

allaveg takk fyrir að lesa…

mbk
-lusin