Mér barst bréf í pósti þar sem ég var beðinn um að senda það inn nafnlaust, en þar sem það er ekki hægt sendi ég það undir mínu nafni. Endilega svarið eftir bestu getu.

Hér er bréfið:


Gott kvöld/góðan dag kæru hugarar.

Þannig er nú mál með vexti að ég er búinn að kynnast þessari stelpu, ég verð 18 núna í janúar og hún er ný tiltölulega ný orðin 17. Hún er hress, hún er fyndin, hún er gáfuð og hún er æðislega falleg og með yndislegan persónuleika. Við erum búin að vera að tala saman í þó nokkurn tíma, 2 mánuði eða svo. Hún er svona nokkurn veginn típan mín í hnetuskurn hvað persónuleika varðar og það er varla búinn að líða dagur þar sem að við tölum ekki saman síðan að ég kynntist henni fyrst.

Vandamálið hinsvegar er að hún hefur nokkrar beinagrindur í skápnum sínum. Var í neyslu í smá tíma í efribekkjum grunnskóla og þar af leiðandi ýmislegt sem að leiddi af því, fyrrverandi sem að var leiðinlegur við hana meðal annars. Hún átti líka frekar erfiða æsku skilst mér af henni, ömurlegir foreldrar, einelti osf. Hún lifir líka alveg rosalega hröðu lífi, ef að þið skiljið hvað ég á við, þó að sjálfsögðu er hún löngu hætt í ruglinu núna.

Það er u.þ.b 1 ½ klukkutíma akstur á milli og við hittumst ekki eins mikið og ég vildi en þó tölum við saman hvern einasta dag um bara daginn og veginn.

Hinsvegar þá skiptir þetta mig engu máli. Ég hef í sjálfum sér engan rétt á að dæma fortíðina og hún skiptir mig engu máli. Það sem að skiptir mig málið er núið, það er dagurinn í dag og persónan sem að hún er í dag. Mér hefur í sjálfum sér aldrei liðið eins með manneskju eins og mér líður þegar að ég er með henni, og án hennar, ekki það að ég sé endilega ástfanginn, kannski bara fyrsti kærleikur og væntumþyggja gagnvart hinu kyninu. Þegar að ég er með henni þá langar mér bara að faðma hana og kyssa og halda utan um hana þangað til að heimurinn endar, og þegar að ég er án hennar þá finn ég fyrir söknuði og langar helst að bruna beint til hennar. Og þó, þá er það bara stundum, stundum hinsvegar líður mér ekkert eins og ég sé að hitta einhverja stelpu, bara tala við mjög góðan vin, þó að ég held að ef að ég myndi hætta að tala við hana og hitta hana þá myndi mér finnast eitthvað vanta, mér myndi finnast hana vanta.

Kannski rétt að ég lýsi “sambandinu” okkur aðeins. Þegar að við hittumst þá kyssumst við og við erum líka búin að ríða, það phase er yfirstigið, hinsvegar er lítið annað gert en bara kúr, horft á tv-ið eða rúntað þegar að við erum saman. Við búum bæði yfir mjög miklum útivistar áhuga og það finnst mér eiginlega möst við stelpu, það er að geta farið út að gera eitthvað, annað en að fara í Kringluna og versla, t.d snjóbretti, krossara, hestamennsku osf. Hún er líka svona pælari eins og ég, notar kollinn ólíkt flestum stelpum á mínum aldri.

Við erum samt ekkert búin að tala saman um hvort að við séum Saman þannig lagað séð, og þar sem að þetta er mitt fyrsta alvöru samband þá er ég ekki alveg maðurinn til að dæma það. Við erum nokkuð miklar andstæður þar sem að ég á alveg dásamlega foreldra, kem úr öðruvísi umhverfi og hef aldrei kynnst ruglinu af eigin hendi, en á vini og félaga sem að hafa sagt mér ýmislegt. Ég er líka svona nokkurn vegin góði gaurinn, það er, ég reyni að gera allt fyrir alla ef að ég get og reyni að vera eins óeigingjarn og ófordómafullur og ég get. Ég er ekki þessi algjöri harði tappi eins og flestir strákar sem að hún þekkir, þótt að ég sé enginn aumingi, og ég held að það sé þess vegna sem að hún er að tala við mig.

Ég veit samt ekki hvaða hug hún ber til mín. Hún er yfirleitt á undan að senda mér sms á morgnana og er oftar búin að koma til mín en ég til hennar. En samt líður mér einhvernvegin eins og ég sé bara svona “friend with benefit”, Það er kyssi kúri vinurinn með stöku ríðingum inn á milli (eins cheesy og það hljómar). Gaurinn sem að hún vill umgangast bara til þess að fá einhverja hlýju.


Mín spurning til ykkar kæru hugarar er semsagt; ætti ég að bíða og gá hvernig sambandið þróast, halda bara áfram á sama spori og gá hvert það leiðir? Ætti ég að hætta að tala við hana af því að við erum svona ólík og miklar andstæður, bara tímasóun (þó að mér langi bara alls ekki til þess)? Ætti ég að tala við hana um þetta, spyrja hana hvernig henni líður og hvað henni finnst, og ef það hvað ætti ég að segja..?

Hvað finnst ykkur kæru hugarar?

P.s Ég væri mjög svo til í að fá álit frá Sleepless, Fróðleiksmola og intenz, öll skítaköst afþökkuð.
Gaui