Málið er að það er þessi stelpa sem er föst í lífi mínu, það er, hún er ekkert á leiðinni í burt, sem að er hrifin af mér og búin að vera það lengi.
Ég er ekki hrifinn af henni, enda á ég æðislega kærustu, sem hún veit.
Ég er ekki að sýna henni neinn áhuga en er samt almennilegur. Ég hélt að þetta myndi fjara út hjá henni með tíma, en nú er liðin ískyggilega langur tími og hún er enn að dansa á viðeygandi/óviðeygandi línunni.

Kærasta mín er mjög skilningsrík með þetta alltsaman, en allt hefur sín takmörk. Mig langar ekki að vera algjör deli við þessa stelpu, en nú er komið nóg.
Ég trúi því seint að ég sé það nátúrulega fyndin og áhugaverður að allt sem að kemur útúr mér sé annaðhvort drepfyndið eða gríðarlega upplýsandi og áhugavert

Það sem ég vill, er að hún snúi sér eitthvað annað og virði sambandið mitt og “viti sinn stað” í minu lífi. Þar með haft áfram eðlileg samskipti við okkur, án þess að ég þurfi að vera mjög leiðinlegur við hana.

Er það hægt?
Róm var ekki brennd á einum degi…