'Ef þú elskar einhvern skaltu sleppa þeim, ef viðkomandi elskar þig til baka kemur hann/hún aftur til þín.'

Ég hef í fortíðinni átt fremur slæm sambönd og ég þarf sífellt að minna sjálfa mig á það að það eru ekki allir eins og ég mun ekki alltaf vera særð þrátt fyrir að það hafi gerst áður.

Sambönd mín hafa vanalega endað með því að haldið hefur verið framhjá mér eða að fjarlægðin hefur ollið því að sambandið entist ekki. Ég ætla ekki að vera að gera þetta sykursætt og látast það hafi aldrei verið að hluta mér að kenna að sambönd hafa endað en lífið er bara svona.

Sumir hérna vita eflaust að ég var með manni hérna í Englandi á meðan ég bjó enn á klakanum. Hann heimsótti mig á klakann og eyddi með mér langri helgi en þegar ég kom svo hingað í mars til að eyða afmælishelginni minni þá fór allt í handaskol.
Við erum enn vinir og hittumst reglulega hérna í London sem er bara æðislegt. Það var samt sem áður fjarlægðin sem olli því að sambandið fór í handaskol og staðreyndin að við gátum ekki talað saman þegar þurfti á því að halda. Communications er MIKILVÆGT!

Ég er núna búandi í London og er að deita strák hérna úti sem er tveggja barna faðir og sex árum eldri en ég. Við urðum vinir í mars en þegar ég flutti hingað í júlí þá fór eitthvað að sjóða uppúr á milli okkar. Extensive daður olli því að við fórum að tala saman meira og höfum núna fyrir stuttu viðurkennt fyrir hvoru öðru að við séum verulega hrifin. Þrátt fyrir að búa í sömu borginni og sé lógískt ekkert erfitt fyrir okkur að hittast höfum við lítið geta hittst vegna vinnu og að hann er með stelpurnar sínar aðra hverja helgi (2 og 4 ára).

Þegar ég og þessi strákur ræddum tilfinningar okkar þá sagði ég honum frá fortíð minni og samböndum sem ég hef haft í fortíðinni. Við skiljum bæði hvað við erum að leita að og við erum bara að láta reyna á það að deita að minnsta þar til við höfum raunverulega tíma til að eyða með hvoru öðru og kynnast almennilega.

Fyrir tveim mánuðum var einhver sem þóttist vera systir þessa stráks sem hafði samband við mig og fleiri vini hans og sagði okkur að hann hafi framið sjálfsvíg. Það var ekki hægt að ná á símann hans og það hringdi svo einhver í okkur sem sagðist vera frá lögreglunni í bænnum sem hann bjó í. Þegar ég hélt að ég væri raunverulega búin að missa David úr lífi mínu áttaði ég mig almennilega á því hversu miklu máli hann skiptir mig. Keyrði meira segja frá Dorset þar sem ég var að vinna og alla leið til Milton Keyans sem er… já slatta langt frá þar sem ég bjó… bara til að fá knús frá honum og vita að hann væri RAUNVERULEGA á lífi.

Don't know what you got till its gone… thankfully þá missti ég hann ekki algerlega…

- Ef þið eruð hrædd við að segja þeim sem þið elskið að þið elskið hann/hana takið djúpt andann og segið það samt… því þú veist aldrei hvað gerist á morgun…

Viskan. Formerly known as Taran