Vinur minn er í miklum vandræðum. Hann bað mig að setja þetta inn og fá svar, helst frá einhverjum fróðum eins og Frodleiksmola.

Vinur minn sem við skulum kalla Samúel byrjaði í menntaskóla í haust. Hann var í bekk með vini sínum og þeir fóru strax að leita að “gellunum” í bekknum. Flottasta stelpan í bekknum átti eina vinkonu og Samúel og vinur hans sem við skulum kalla Jónas og þessar vinkonur náðu vel saman og voru ávallt saman. Eftir tvær vikur var Busaball og þá var virkilega mikið chemistry í gangi en svo fór Jónas að tjá sig mikið um Samúel vin minn og hans fortíð þegar hann var að hrauna yfir stelpur og var að segja eitthvað ljótt um þær. Það var að sjálfsögðu fyndið en Samúel lenti í vandræðum útaf þessu. Jónas hélt áfram að tala mikið um hann, sérstaklega þegar hann heyrði ekki og fljótlega fór að bera á að fegurri stelpan fór að horfa framhjá Samúel þegar hann var að tala og horfa á hinn og vera með hæðni. Samúel, sem er virkilega stoltur og mikill egóisti ákvað þá þegar að hætta að hafa samband við þetta fólk, nema han talaði við Jónas í strætó á leiðinni heim. Samúel hefur ignorað allt frá þessari “flottu” stelpu og yrðir aldrei á hana. Nú er samt Jónas og flotta stelpan farin að hittast meira og meira fyrir utan skóla og Samúel hefur áhyggjur af því að Jónas fái þessa stelpu. Samúel hefur alltaf verið talin fallegri af vinkonum okkar og mun skemmtilegri, svo að það er mjög erfitt fyrir hann að horfa á eftir þessari. Hvað á hann að gera? Honum er nokk sama um hvernig Jónasi farnast þótt þeir séu æskuvinir, því þetta er miklvægari hlutur.